Engin armslengd er á milli fjármálaráðherra og Bankasýslu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2022 07:30 Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið hamrað á því að fjármálaráðherra starfi í armslengd frá Bankasýslu ríkisins, og sömuleiðis hefur verið tekist á um hvort það sé raunin. Ég á sjálfur erfitt með að sjá hvernig ráðherra á að getað starfað í armslengd frá Bankasýslunni þar sem hann, skv. lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88 frá 2009, skipar sjálfur stjórn Bankasýslunnar. Í bókhaldi eru armslengdar viðskipti (e. Arm‘s length transaction) þau viðskipti sem eiga sér stað milli tveggja ótengdra aðila. Dæmi um slíkt væru viðskipti milli verslunar og birgja sem eru í eigu mismunandi aðila. Í slíkum viðskiptum eru báðir aðilar að reyna hámarka sinn hagnað og eru ekki háðir skipunum frá hinum aðilanum. Oft eiga sér þó stað viðskipti milli tengdra aðila, þ.e. sömu eigendur eiga báða aðila, þar sem það er mikilvægt (t.d. skattalega) að aðilarnir hegði viðskiptum sín á milli líkt og um tvo ótengda aðila væri að ræða. Í slíkum tilvikum er notast við svokallaðar armslengdar reglur, en þær sjá til þess að viðskipti á milli tengdra aðila séu gerð á eðlilegu markaðsverði. Ástæðan fyrir þessu er oftast að ef ekki eru notuð slík armslengdar verð þá getur t.d. birgi í háskattalandi selt verslun í lágskattalandi vörur á sérkennilega lágu verði. Þannig myndi eigandinn, sem á bæði verslunina og birgjann, lækka heildar skattbyrði sína með því að myndi hærri hagnað í lágskattalandinu en lægri í háskattalandinu. Hér er lykilatriði að skilja að birgjanum er ekki treyst til þess að stýra verðum til verslunarinnar sjálfum. Það er of mikil hætta á að birginn sé ekki að reyna hámarka sinn hagnað, og þar með skattskyldu í háskattalandinu, enda stjórnendur birgjans skipaðir af eigendum verslunarinnar sem hagnast meiri á meiri hagnaði í versluninni en minni hjá birgjanum. Svo þá er armslengd búin til með því að neyða birgjann til þess að nota þekkt verð af markaði. Hann er neyddur til að hámarka eiginn hagnað en ekki heildarhagnað verslunarinnar og birgjans saman. Ef við snúum okkur nú að fjármálaráðherra og Bankasýslunni þá er það svo að fjármálaráðherra skipar stjórn bankasýslunnar. Stjórnin skipar svo forstjóra og þannig koll af kolli. Svo ef fjármálaráðherra skipar stjórnendur Bankasýslunnar og Bankasýslan vinnur svo eftir samþykktum og stefnum fjármálaráðherra, hvar er þá armslengdin? Hvernig er Bankasýslan að starfa alveg óháð fjármálaráðherra? Ég get ekki betur séð en að þetta sé tilfellið af eiganda verslunarinnar að stýra birgjanum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega einkennilegt, eitthver þarf að stýra. En það er þá líka eðlilegt að stjórnandinn axli ábyrgð þegar illa fer, enda er ekki að sjá neina armslengd þarna á milli sem fríar hann frá ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í skattahagfræði.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun