Fundað hjá Flokki fólksins vegna skilaboða Tómasar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 16:11 Guðmundur Ingi Kristinsson í pontu Alþingis á dögunum. vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, segist hafa rætt við Tómas A. Tómasson, þingmann flokksins, um skilaboð sem hann sendi árið 2014 þar sem Tómas lýsti kynlífi sínu með yngri konum í Taílandi. Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vísir greindi frá skilaboðunum fyrir hádegi í dag. Þau eru frá 2014 og segir Tómas, þá nýlentur í höfuðborginni Bangkok, meðal annars: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“ Í framhaldinu segist hann ætla að láta kunningja sinn vita þegar hann „tek eina fyrir thig“. Tómas sagði í samtali við fréttastofu ekki líta svo á að hann hefði greitt fyrir kynlíf í Taílandi. „Hann er fullorðinn einstaklingur“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokksins, segir málið til skoðunar hjá flokknum. „Þetta gerðist áður en hann kom í flokkinn. Hann er fullorðinn einstaklingur, ber auðvitað ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Guðmundur Ingi. „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun,“ bætir hann við. Spurður hvernig málið slær hann segir Guðmundur Ingi: „Þetta er ekki gott en þetta er verst fyrir hann.“ „Að mörgu leyti sorgarmál“ Guðmundur Ingi segir skoðun málsins ekki langt komna. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til að skoða þetta mál,“ segir Guðmundur Ingi. Tómas A. Tómasson hefur verið kjörinn fulltrúi frá síðasta hausti. Hann átti samkvæmt smáskilaboðum kynferðisleg samskipti við taílenska konu árið 2014 og segist ekki hafa greitt fyrir þau.Vísir „Við skoðum þetta og veltum fyrir okkur öllu í þessu máli, og tökum síðan ákvörðun.“ Ekkert liggi fyrir um hvort Tómasi verði vikið úr flokknum. „Við ætlum að fara í gegnum þetta og skoða þetta. Þetta er að mörgu leyti sorgarmál, við verðum að skoða það, ræða það og svo kemur niðurstaða,“ segir Guðmundur Ingi. Ekkert heyrst í Ingu Sæland Hann viti ekkert hvenær niðurstaða liggi fyrir. Málið verði að fá sinn tíma. Hann hafi þegar hitt Tómas og muni gera það áfram. Guðmundur Ingi segir Ingu Sæland formann flokksins í veikindaleyfi sem sé að líkindum ástæða þess að ekkert hafi heyrst frá henni varðandi málið. Inga hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag. Inga var þó í viðtali á Bylgjunni í gær um blóðmerahald. Guðmundur segir þau Ingu hafa rætt saman en það hafi verið tveggja manna tal. Aðspurður um hvað formanninum finnist um málið segir Guðmundur Ingi: „Þið verðið að spyrja hana um það.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Tómas lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi Tómas A. Tómasson þingmaður lítur ekki svo á að hann hafi greitt fyrir kynlíf í Taílandi sem vísað er til í smáskilaboðum sem hann sendi til kunningja síns árið 2014. 28. apríl 2022 11:24
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda