Aukin lífsgæði og umhverfismál í forgrunni hjá Vinstri grænum í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 17:05 Stefán Pálsson, Líf Magneudóttir og Elín Björk Jónasdóttir sem eru í efstu þremur sætunum á lista VG í borginni. Vinstri græn Vinstri græn í Reykjavík kynntu í gær kosningaáherslur sínar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vinstri græn leggja áherslu á að auka lífsgæði borgarbúa, tryggja öllum öruggt heimili, heilbrigt umhverfi og tækifæri til að njóta lífsins í borginni í leik og starfi. Fram kemur í stefnuskrá flokksins að hann vilji ganga lengra og tryggja öllum borgarbúum húsnæði. Það eigi meðal annars að gerast með því að byggja 500-1000 Reykjavíkurbústaði á ári til viðbótar við húsnæðisáætlun borgarinnar. Þá eigi að tryggja heimilislausum húsnæði á þeirra forsendum og fjölga leiguíbúðum Félagsbústaða og íbúðum fyrir fatlað fólk um 700 á kjörtímabilinnu. Haft er eftir Líf í tilkynningu frá flokknum að borgin þurfi að gera meira en að úthluta lóðum og samþykkja skipulag og áætlanir. „Hún þarf að fylgja málunum eftir og tryggja að áætlanir standist. Reykjavíkurborg á að vera hreyfiafl á húsnæðismarkaði og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Hún á að styrkja hverfin og skapa forsendur fyrir aukinni þjónustu í þeim öllum. Vinstri græn vilja reisa Reykjavíkurbústaði þar sem öll geta eignast heimili,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti lista VG í borginni, í tilkynningunni. Flýta eigi fyrir Borgarlínu og uppbyggingu göngu- og hjólastíga Þá eigi að leggja áherslu á að gera menntun barna gjaldfrjálsa í leik- og grunnskólum. Þau eigi öll að njóta fullra tækifæra til menntunar óháð stöðu foreldra. Fjölga þurfi sérfræðimenntuðu fagfólki í leik- og grunnskólum og stofna Vísindaveröld fyrir alla aldurshópa í Reykjavík. „Borgin á að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa menntun í leik- og grunnskólum, vistvænar skólamáltíðir og skólahúsnæði sem uppfyllir allar kröfur til heilnæms umhverfis og nútímalegra kennsluhátta. Hún á að gefa öllum börnum tækifæri til fara í sumarfrístund með sumarfrístundakorti,“ er haft eftir Stefáni Pálssyni sagnfræðingi á öðru sæti listans í tilkynningunni. Þá eigi að flýta Borgarlínu og tryggja að vistvænir ferðamátar verði sjálfsagður valkostur fyrir borgarbúa. Endurvekja eigi næturstrætó og vinna eftir nýrri hjólreiðaáætlun borgarinnar og flýta framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. „[Borgin] á að hlúa að og fjölga grænum svæðum í öllum hverfum svo að borgarbúar geti notið útivistar og skapað börnum örugg og áhugaverð svæði til leiks,“ er haft eftir Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi og frambjóðanda. Lesa má kosningaáherslur Vinstri grænna hér að neðan. Byggjum til framtíðar Við ætlum að ganga lengra og tryggja öllum borgarbúum húsnæði Við ætlum að byggja 500-1000 Reykjavíkurbústaði á ári fyrir borgarbúa til viðbótar við húsnæðisáætlun borgarinnar. Gerum meiri kröfur til verktaka og uppbyggingaraðila til að tryggja að tímafrestir, frágangur, öryggi og hreinlæti standist. Við ætlum að tryggja heimilislausu fólki húsnæði á þeirra forsendum. Fjölgum leiguíbúðum Félagsbústaða og íbúðum fyrir fatlað fólk um 700 á kjörtímabilinu. Við viljum breyta Aðalskipulagi þannig að í öllu skipulagi sé meira pláss lagt undir mannlíf, gróður og vistvænar samgöngur og að minnihluti pláss fari undir bíla og bílastæði. Við viljum grænni götur og vinda ofan af malbiki með borgarhönnunarstefnu. Endurheimtum almannarýmið, bílastæði eiga betur heima í bílakjallara eða bílastæðahúsi en ofanjarðar. Við ætlum að byggja upp kröftug og lifandi hverfi um alla borg með því að þétta byggð og fullbyggja skipulögð hverfi. Mislæg gatnamót verði víkjandi í skipulagi borgarinnar því það er betra fyrir lífsgæðin að nýta borgarlandið undir húsnæði og græn útivistarsvæði. Endurnærum skólastarfið Við ætlum að gera menntun barna gjaldfrjálsa í leik- og grunnskólum. Öll börn eiga að njóta fullra tækifæra til menntunar óháð efnahag eða stöðu foreldra. Við viljum að máltíðir í grunnskólum og leikskólum verði endurgjaldslausar. Við ætlum að tryggja börnum heilnæmt umhverfi, innan sem utan dyra, og vistvænan mat. Búum betur að kennurum og nýtum tæknina meira í skólastarfi. Aukum stuðning við börn með annað móðurmál en íslensku. Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki í leik- og grunnskólum og styrkjum gott gangverk skólasamfélagsins svo allir nemendur fái notið sín. Við viljum Vísindaveröld fyrir alla aldurshópa í Reykjavík þar sem hægt er að fræðast um heiminn og náttúruna og eflum þannig vísindalæsi. Aukum lífsgæðin Við ætlum bjóða uppá sumarfrístundakort svo öll börn geti notið frístundastarfs allt árið. Við viljum að í öllum hverfum borgarinnar sé aðstaða sem gerir börnum kleift að leggja stund á fjölbreyttar íþróttir. Færum menningarstarf, listnám og tónlistariðkun nær börnum, fjölgum plássum í skólahljómsveitum Reykjavíkur og bætum aðstöðu þeirra. Ráðum fólk með skerta starfsorku og fatlað fólk í fjölbreytt og sveigjanleg störf hjá borginni. Velferðarþjónustan á að laga sig að þörfum fólks og við eigum að nota tæknina til að létta undir. Við ætlum að mæta starfsfólki sem hefur ekki endurheimt heilsu eftir Covid. Tökum upp frístundakort og lækkum árskort fyrir eldra fólk í Strætó. Við viljum vinna með íþróttahreyfingunni og ríkinu að uppbyggingu þjóðarleikvanga í Laugardalnum. Við styðjum hugmyndir Fáks um að stækka félagssvæðið og gera hestaíþróttina aðgengilegri fyrir okkur öll. Verndum náttúru borgarinnar Við ætlum að innleiða hringrásarhagkerfið, minnka sóun og bjóða upp á náttúruvæna kosti í stað mengandi. Reykjavík á að vera leiðandi í aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Við viljum ráða borgarlandverði sem hafa það hlutverk að sinna fræðslu og eftirliti með borgarlandinu, stígum og náttúruvernd. Við ætlum að koma upp Hringrásarhjarta í Álfsnesi í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fjölga efnisflokkum á grenndarstöðvum og gera Sorpu að samnefnara fyrir nýsköpun og þekkingu í umhverfismálum og hringrásarhagkerfinu. Stóraukum fræðslu til Reykvíkinga um umhverfismál, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Við viljum auka aðgengi borgarbúa að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum í Reykjavík, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Stöndum vörð um strandlengjuna og endurheimtum röskuð svæði. Styrkjum útivistarsvæði borgarinnar svo við getum endurnært okkur í náttúrunni, sest niður eða notið fræðslu Gerum náttúruperlur borgarinnar að fólkvangi og ljúkum við friðlýsingu eyjanna á Kollafirði. Opnum gestastofu friðlýstra svæða í Reykjavík. Greiðum öllum leið Við ætlum að flýta Borgarlínu og tryggja að vistvænir ferðamátar verði sjálfsagður valkostur borgarbúa. Við viljum að fólk geti gengið, hjólað og rúllað sér um borgina á auðveldan hátt. Strætó er grunnþjónusta og lykilleiðir eiga að ganga lengi og vera tíðar. Endurvekjum næturstrætó. Við munum vinna eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýta framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Við ætlum að endurskoða fyrirkomulag vetrar- og vorþjónustu svo við fáum ekki óyfirstíganlega skafla og sandfok. Virkjum íbúana Við ætlum að tryggja aðkomu íbúa að skipulagsmálum frá fyrstu stigum verkefna. Við viljum að íbúar taki fleiri ákvarðanir m.a. með íbúakosningum um tiltekin mál og íbúaþingum. Nýtum okkur fjölbreytt lýðræðistæki eins og skoðanakannanir og rökræðukannanir við uppbygginu í hverfunum. Við viljum að borgin styðji við frjáls félagasamtök og veiti útgáfu- og verkefnastyrki. Fjölgum slembivöldum fulltrúum í íbúaráðum til að tryggja fjölbreyttari raddir íbúa við stefnumótun og ákvarðanatöku. Leggjum áherslu á að innflytjendur taki þátt í samfélagslegum verkefnum borgarinnar. Styrkjum undirstöðurnar Við ætlum að vanda betur alla áætlanargerð í borginni og rýna með mælikvörðum velsældarog kynjasjónarmiða og umhverfisáhrifa. Við ætlum að sýna ráðdeild í rekstri og forgangsraða fjármunum til verkefna sem auka lífsgæði fólks. Umhverfisvæn og félagsleg uppbygging og fjárfestingar í innviðum verða í forgrunni. Loftslagsáhrif fjárfestinga verða metin og gerðar kröfur um að kolefnisjafna þær sé ástæða til. Vinnum með ríkinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að útfærslu á styrkari tekjustofnum til höfuðborgarinnar. Reykjavík Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Fram kemur í stefnuskrá flokksins að hann vilji ganga lengra og tryggja öllum borgarbúum húsnæði. Það eigi meðal annars að gerast með því að byggja 500-1000 Reykjavíkurbústaði á ári til viðbótar við húsnæðisáætlun borgarinnar. Þá eigi að tryggja heimilislausum húsnæði á þeirra forsendum og fjölga leiguíbúðum Félagsbústaða og íbúðum fyrir fatlað fólk um 700 á kjörtímabilinnu. Haft er eftir Líf í tilkynningu frá flokknum að borgin þurfi að gera meira en að úthluta lóðum og samþykkja skipulag og áætlanir. „Hún þarf að fylgja málunum eftir og tryggja að áætlanir standist. Reykjavíkurborg á að vera hreyfiafl á húsnæðismarkaði og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Hún á að styrkja hverfin og skapa forsendur fyrir aukinni þjónustu í þeim öllum. Vinstri græn vilja reisa Reykjavíkurbústaði þar sem öll geta eignast heimili,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti lista VG í borginni, í tilkynningunni. Flýta eigi fyrir Borgarlínu og uppbyggingu göngu- og hjólastíga Þá eigi að leggja áherslu á að gera menntun barna gjaldfrjálsa í leik- og grunnskólum. Þau eigi öll að njóta fullra tækifæra til menntunar óháð stöðu foreldra. Fjölga þurfi sérfræðimenntuðu fagfólki í leik- og grunnskólum og stofna Vísindaveröld fyrir alla aldurshópa í Reykjavík. „Borgin á að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa menntun í leik- og grunnskólum, vistvænar skólamáltíðir og skólahúsnæði sem uppfyllir allar kröfur til heilnæms umhverfis og nútímalegra kennsluhátta. Hún á að gefa öllum börnum tækifæri til fara í sumarfrístund með sumarfrístundakorti,“ er haft eftir Stefáni Pálssyni sagnfræðingi á öðru sæti listans í tilkynningunni. Þá eigi að flýta Borgarlínu og tryggja að vistvænir ferðamátar verði sjálfsagður valkostur fyrir borgarbúa. Endurvekja eigi næturstrætó og vinna eftir nýrri hjólreiðaáætlun borgarinnar og flýta framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. „[Borgin] á að hlúa að og fjölga grænum svæðum í öllum hverfum svo að borgarbúar geti notið útivistar og skapað börnum örugg og áhugaverð svæði til leiks,“ er haft eftir Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi og frambjóðanda. Lesa má kosningaáherslur Vinstri grænna hér að neðan. Byggjum til framtíðar Við ætlum að ganga lengra og tryggja öllum borgarbúum húsnæði Við ætlum að byggja 500-1000 Reykjavíkurbústaði á ári fyrir borgarbúa til viðbótar við húsnæðisáætlun borgarinnar. Gerum meiri kröfur til verktaka og uppbyggingaraðila til að tryggja að tímafrestir, frágangur, öryggi og hreinlæti standist. Við ætlum að tryggja heimilislausu fólki húsnæði á þeirra forsendum. Fjölgum leiguíbúðum Félagsbústaða og íbúðum fyrir fatlað fólk um 700 á kjörtímabilinu. Við viljum breyta Aðalskipulagi þannig að í öllu skipulagi sé meira pláss lagt undir mannlíf, gróður og vistvænar samgöngur og að minnihluti pláss fari undir bíla og bílastæði. Við viljum grænni götur og vinda ofan af malbiki með borgarhönnunarstefnu. Endurheimtum almannarýmið, bílastæði eiga betur heima í bílakjallara eða bílastæðahúsi en ofanjarðar. Við ætlum að byggja upp kröftug og lifandi hverfi um alla borg með því að þétta byggð og fullbyggja skipulögð hverfi. Mislæg gatnamót verði víkjandi í skipulagi borgarinnar því það er betra fyrir lífsgæðin að nýta borgarlandið undir húsnæði og græn útivistarsvæði. Endurnærum skólastarfið Við ætlum að gera menntun barna gjaldfrjálsa í leik- og grunnskólum. Öll börn eiga að njóta fullra tækifæra til menntunar óháð efnahag eða stöðu foreldra. Við viljum að máltíðir í grunnskólum og leikskólum verði endurgjaldslausar. Við ætlum að tryggja börnum heilnæmt umhverfi, innan sem utan dyra, og vistvænan mat. Búum betur að kennurum og nýtum tæknina meira í skólastarfi. Aukum stuðning við börn með annað móðurmál en íslensku. Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki í leik- og grunnskólum og styrkjum gott gangverk skólasamfélagsins svo allir nemendur fái notið sín. Við viljum Vísindaveröld fyrir alla aldurshópa í Reykjavík þar sem hægt er að fræðast um heiminn og náttúruna og eflum þannig vísindalæsi. Aukum lífsgæðin Við ætlum bjóða uppá sumarfrístundakort svo öll börn geti notið frístundastarfs allt árið. Við viljum að í öllum hverfum borgarinnar sé aðstaða sem gerir börnum kleift að leggja stund á fjölbreyttar íþróttir. Færum menningarstarf, listnám og tónlistariðkun nær börnum, fjölgum plássum í skólahljómsveitum Reykjavíkur og bætum aðstöðu þeirra. Ráðum fólk með skerta starfsorku og fatlað fólk í fjölbreytt og sveigjanleg störf hjá borginni. Velferðarþjónustan á að laga sig að þörfum fólks og við eigum að nota tæknina til að létta undir. Við ætlum að mæta starfsfólki sem hefur ekki endurheimt heilsu eftir Covid. Tökum upp frístundakort og lækkum árskort fyrir eldra fólk í Strætó. Við viljum vinna með íþróttahreyfingunni og ríkinu að uppbyggingu þjóðarleikvanga í Laugardalnum. Við styðjum hugmyndir Fáks um að stækka félagssvæðið og gera hestaíþróttina aðgengilegri fyrir okkur öll. Verndum náttúru borgarinnar Við ætlum að innleiða hringrásarhagkerfið, minnka sóun og bjóða upp á náttúruvæna kosti í stað mengandi. Reykjavík á að vera leiðandi í aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Við viljum ráða borgarlandverði sem hafa það hlutverk að sinna fræðslu og eftirliti með borgarlandinu, stígum og náttúruvernd. Við ætlum að koma upp Hringrásarhjarta í Álfsnesi í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fjölga efnisflokkum á grenndarstöðvum og gera Sorpu að samnefnara fyrir nýsköpun og þekkingu í umhverfismálum og hringrásarhagkerfinu. Stóraukum fræðslu til Reykvíkinga um umhverfismál, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Við viljum auka aðgengi borgarbúa að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum í Reykjavík, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Stöndum vörð um strandlengjuna og endurheimtum röskuð svæði. Styrkjum útivistarsvæði borgarinnar svo við getum endurnært okkur í náttúrunni, sest niður eða notið fræðslu Gerum náttúruperlur borgarinnar að fólkvangi og ljúkum við friðlýsingu eyjanna á Kollafirði. Opnum gestastofu friðlýstra svæða í Reykjavík. Greiðum öllum leið Við ætlum að flýta Borgarlínu og tryggja að vistvænir ferðamátar verði sjálfsagður valkostur borgarbúa. Við viljum að fólk geti gengið, hjólað og rúllað sér um borgina á auðveldan hátt. Strætó er grunnþjónusta og lykilleiðir eiga að ganga lengi og vera tíðar. Endurvekjum næturstrætó. Við munum vinna eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýta framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Við ætlum að endurskoða fyrirkomulag vetrar- og vorþjónustu svo við fáum ekki óyfirstíganlega skafla og sandfok. Virkjum íbúana Við ætlum að tryggja aðkomu íbúa að skipulagsmálum frá fyrstu stigum verkefna. Við viljum að íbúar taki fleiri ákvarðanir m.a. með íbúakosningum um tiltekin mál og íbúaþingum. Nýtum okkur fjölbreytt lýðræðistæki eins og skoðanakannanir og rökræðukannanir við uppbygginu í hverfunum. Við viljum að borgin styðji við frjáls félagasamtök og veiti útgáfu- og verkefnastyrki. Fjölgum slembivöldum fulltrúum í íbúaráðum til að tryggja fjölbreyttari raddir íbúa við stefnumótun og ákvarðanatöku. Leggjum áherslu á að innflytjendur taki þátt í samfélagslegum verkefnum borgarinnar. Styrkjum undirstöðurnar Við ætlum að vanda betur alla áætlanargerð í borginni og rýna með mælikvörðum velsældarog kynjasjónarmiða og umhverfisáhrifa. Við ætlum að sýna ráðdeild í rekstri og forgangsraða fjármunum til verkefna sem auka lífsgæði fólks. Umhverfisvæn og félagsleg uppbygging og fjárfestingar í innviðum verða í forgrunni. Loftslagsáhrif fjárfestinga verða metin og gerðar kröfur um að kolefnisjafna þær sé ástæða til. Vinnum með ríkinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að útfærslu á styrkari tekjustofnum til höfuðborgarinnar.
Byggjum til framtíðar Við ætlum að ganga lengra og tryggja öllum borgarbúum húsnæði Við ætlum að byggja 500-1000 Reykjavíkurbústaði á ári fyrir borgarbúa til viðbótar við húsnæðisáætlun borgarinnar. Gerum meiri kröfur til verktaka og uppbyggingaraðila til að tryggja að tímafrestir, frágangur, öryggi og hreinlæti standist. Við ætlum að tryggja heimilislausu fólki húsnæði á þeirra forsendum. Fjölgum leiguíbúðum Félagsbústaða og íbúðum fyrir fatlað fólk um 700 á kjörtímabilinu. Við viljum breyta Aðalskipulagi þannig að í öllu skipulagi sé meira pláss lagt undir mannlíf, gróður og vistvænar samgöngur og að minnihluti pláss fari undir bíla og bílastæði. Við viljum grænni götur og vinda ofan af malbiki með borgarhönnunarstefnu. Endurheimtum almannarýmið, bílastæði eiga betur heima í bílakjallara eða bílastæðahúsi en ofanjarðar. Við ætlum að byggja upp kröftug og lifandi hverfi um alla borg með því að þétta byggð og fullbyggja skipulögð hverfi. Mislæg gatnamót verði víkjandi í skipulagi borgarinnar því það er betra fyrir lífsgæðin að nýta borgarlandið undir húsnæði og græn útivistarsvæði. Endurnærum skólastarfið Við ætlum að gera menntun barna gjaldfrjálsa í leik- og grunnskólum. Öll börn eiga að njóta fullra tækifæra til menntunar óháð efnahag eða stöðu foreldra. Við viljum að máltíðir í grunnskólum og leikskólum verði endurgjaldslausar. Við ætlum að tryggja börnum heilnæmt umhverfi, innan sem utan dyra, og vistvænan mat. Búum betur að kennurum og nýtum tæknina meira í skólastarfi. Aukum stuðning við börn með annað móðurmál en íslensku. Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki í leik- og grunnskólum og styrkjum gott gangverk skólasamfélagsins svo allir nemendur fái notið sín. Við viljum Vísindaveröld fyrir alla aldurshópa í Reykjavík þar sem hægt er að fræðast um heiminn og náttúruna og eflum þannig vísindalæsi. Aukum lífsgæðin Við ætlum bjóða uppá sumarfrístundakort svo öll börn geti notið frístundastarfs allt árið. Við viljum að í öllum hverfum borgarinnar sé aðstaða sem gerir börnum kleift að leggja stund á fjölbreyttar íþróttir. Færum menningarstarf, listnám og tónlistariðkun nær börnum, fjölgum plássum í skólahljómsveitum Reykjavíkur og bætum aðstöðu þeirra. Ráðum fólk með skerta starfsorku og fatlað fólk í fjölbreytt og sveigjanleg störf hjá borginni. Velferðarþjónustan á að laga sig að þörfum fólks og við eigum að nota tæknina til að létta undir. Við ætlum að mæta starfsfólki sem hefur ekki endurheimt heilsu eftir Covid. Tökum upp frístundakort og lækkum árskort fyrir eldra fólk í Strætó. Við viljum vinna með íþróttahreyfingunni og ríkinu að uppbyggingu þjóðarleikvanga í Laugardalnum. Við styðjum hugmyndir Fáks um að stækka félagssvæðið og gera hestaíþróttina aðgengilegri fyrir okkur öll. Verndum náttúru borgarinnar Við ætlum að innleiða hringrásarhagkerfið, minnka sóun og bjóða upp á náttúruvæna kosti í stað mengandi. Reykjavík á að vera leiðandi í aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Við viljum ráða borgarlandverði sem hafa það hlutverk að sinna fræðslu og eftirliti með borgarlandinu, stígum og náttúruvernd. Við ætlum að koma upp Hringrásarhjarta í Álfsnesi í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fjölga efnisflokkum á grenndarstöðvum og gera Sorpu að samnefnara fyrir nýsköpun og þekkingu í umhverfismálum og hringrásarhagkerfinu. Stóraukum fræðslu til Reykvíkinga um umhverfismál, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Við viljum auka aðgengi borgarbúa að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum í Reykjavík, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Stöndum vörð um strandlengjuna og endurheimtum röskuð svæði. Styrkjum útivistarsvæði borgarinnar svo við getum endurnært okkur í náttúrunni, sest niður eða notið fræðslu Gerum náttúruperlur borgarinnar að fólkvangi og ljúkum við friðlýsingu eyjanna á Kollafirði. Opnum gestastofu friðlýstra svæða í Reykjavík. Greiðum öllum leið Við ætlum að flýta Borgarlínu og tryggja að vistvænir ferðamátar verði sjálfsagður valkostur borgarbúa. Við viljum að fólk geti gengið, hjólað og rúllað sér um borgina á auðveldan hátt. Strætó er grunnþjónusta og lykilleiðir eiga að ganga lengi og vera tíðar. Endurvekjum næturstrætó. Við munum vinna eftir nýrri hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar og flýta framkvæmdum við hjóla- og göngustíga. Við ætlum að endurskoða fyrirkomulag vetrar- og vorþjónustu svo við fáum ekki óyfirstíganlega skafla og sandfok. Virkjum íbúana Við ætlum að tryggja aðkomu íbúa að skipulagsmálum frá fyrstu stigum verkefna. Við viljum að íbúar taki fleiri ákvarðanir m.a. með íbúakosningum um tiltekin mál og íbúaþingum. Nýtum okkur fjölbreytt lýðræðistæki eins og skoðanakannanir og rökræðukannanir við uppbygginu í hverfunum. Við viljum að borgin styðji við frjáls félagasamtök og veiti útgáfu- og verkefnastyrki. Fjölgum slembivöldum fulltrúum í íbúaráðum til að tryggja fjölbreyttari raddir íbúa við stefnumótun og ákvarðanatöku. Leggjum áherslu á að innflytjendur taki þátt í samfélagslegum verkefnum borgarinnar. Styrkjum undirstöðurnar Við ætlum að vanda betur alla áætlanargerð í borginni og rýna með mælikvörðum velsældarog kynjasjónarmiða og umhverfisáhrifa. Við ætlum að sýna ráðdeild í rekstri og forgangsraða fjármunum til verkefna sem auka lífsgæði fólks. Umhverfisvæn og félagsleg uppbygging og fjárfestingar í innviðum verða í forgrunni. Loftslagsáhrif fjárfestinga verða metin og gerðar kröfur um að kolefnisjafna þær sé ástæða til. Vinnum með ríkinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að útfærslu á styrkari tekjustofnum til höfuðborgarinnar.
Reykjavík Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira