Gestirnir rá Frankfurt voru ekkert að slóra þegar þeir mættu til Lundúna og þeir voru búnir að skora fyrsta mark leiksins strax á fyrstu mínútu, en þar var að verki Ansgar Knauff eftir stoðsendingu frá Rafael Borré.
Hamrarnir létu það þó ekki slá sig út af laginu og Michail Antonio jafnaði metin fyrir heimamenn á 21. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir tóku þó forystuna á ný með marki frá Daichi Kamada snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan 2-1 sigur Frankfurt sem fer því með eins marks forystu í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi að viku liðinni.
Noch ein Wechsel: Ragnar sammelt ein paar Sekunden ⚡️
— Eintracht Frankfurt (@Eintracht) April 28, 2022
–––––
⏰ 90. | #WHUSGE 1:2 | #SGEuropa pic.twitter.com/DkaegT7Aqn
Í hinum undanúrslitaleiknum reyndist Angelino hetja RB Leipzig þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Rangers með marki á 85. mínútu.
Rangers og Leipzig mætast einnig í síðari leiknum að viku liðinni.