„Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið!“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2022 13:30 Darija Zecevic fagnar eftir eina af mörgum markvörslum sínum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Hún verður áfram í marki Stjörnunnar á næstu leiktíð. Stöð 2 Sport/Stjarnan „Darija Zecevic, hún elskar að spila í Vestmannaeyjum,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld þegar talið barst að hetju Stjörnunnar í sigrinum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Stjarnan vann ÍBV 28-22 og er því 1-0 yfir í einvíg liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Zecevic varði 41% skota sem hún fékk á sig í leiknum, alls 15 skot, og átti stóran þátt í sigrinum. Zecevic, sem er 24 ára og frá Svartfjallalandi, kom fyrst til Íslands þegar hún gekk í raðir ÍBV sumarið 2019. Í Eyjum stóð hún hins vegar í skugganum af Mörtu Wawrzynkowska og fór að lokum til Stjörnunnar í fyrra. „Það er eins og hún hafi eitthvað að sanna,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested um frammistöðu Zecevic í gær. Svava gat vel ímyndað sér hvað Zecevic hefði hugsað með sér: „Þið gátuð ekki notað mig. Sjáið þið! Ég er geggjuð.“ Klippa: Darija Zecevic mögnuð á gamla heimavellinum Sunneva Einarsdóttir benti á að það væri alveg skiljanlegt að Zecevic hefði lítið spilað í ÍBV: „Satt best að segja sá maður í raun og veru ekkert hvað hún gat áður en hún fór í Stjörnuna. Marta var náttúrulega frábær. Það var ástæða fyrir því að hún [Zecevic] var ekki að spila. En svo blómstraði hún bara í Stjörnunni. Hún er búin að eiga frábært tímabil,“ sagði Sunneva en innslagið má sjá hér að ofan. Zecevic skrifaði á dögunum undir framlengingu á samningi sínum við Stjörnuna og verður því áfram í marki liðsins á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by Stjarnan Handbolti (@handboltistar) Úrslitakeppnin heldur áfram á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 16 þar sem Garðbæingar gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum. Eyjakonur þurfa sigur til að fá oddaleik í Eyjum á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita