Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 12:36 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Óvissustig Almannavarna vegna COVID-19 var fyrst sett á þann 27. janúar 2020, og síðan þá hefur almannavarnarstigið vegna COVID-19 verið fimm sinnum á hættustigi og fjórum sinnum á neyðarstigi. Ástæðan fyrir afléttingunni nú er sögð vega að staða Covid-19 á Íslandi sé nú góð. „Daglega greinast nú tæplega eitt hundrað manns opinberlega með Covid-19 þó líklegt sé að fleiri séu að smitast. Einnig er álag á heilbrigðisstofnanir nú til mun minna en áður var en nú liggja níu sjúklingar inni á Landspítala vegna Covid-19 og þar af eru sex með virkt smit en enginn er á gjörgæsludeild. Þessari góðu stöðu má þakka útbreiddu ónæmi í samfélaginu bæði vegna góðrar þátttöku landsmanna í bólusetningum og vegna útbreiddra smita. Á næstu dögum verða birtar niðurstöður úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnamælingum landsmanna sem munu gefa góðar vísbendingar um hversu stór hluti þjóðarinnar hefur raunverulega smitast af Covid-19. Þó að staða Covid-19 sé nú góð hér á landi þá er sjúkdómurinn enn til staðar víðsvegar í heiminum en nú er talið að einungis rúmlega helmingur jarðarbúa hafi smitast. Á meðan að svo er, þá þurfum við hér á Íslandi að vera á varðbergi gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar og einnig þurfum við fylgjast vel með hversu lengi ónæmið sem við höfum nú náð gegn Covid-19 mun endast,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnarstig vegna COVID-19 27. janúar 2020 Óvissustig 28. febrúar 2020 Hættustig 06. mars 2020 Neyðarstig 25. maí 2020 Hættustig 04. október 2020 Neyðarstig 12. febrúar 2021 Hættustig 24. mars 2021 Neyðarstig 12. maí 2021 Hættustig 11. janúar 2022 Neyðarstig 1. febrúar 2022 Hættustig 29. apríl 2022 Óvissustig Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28. apríl 2022 18:22 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Óvissustig Almannavarna vegna COVID-19 var fyrst sett á þann 27. janúar 2020, og síðan þá hefur almannavarnarstigið vegna COVID-19 verið fimm sinnum á hættustigi og fjórum sinnum á neyðarstigi. Ástæðan fyrir afléttingunni nú er sögð vega að staða Covid-19 á Íslandi sé nú góð. „Daglega greinast nú tæplega eitt hundrað manns opinberlega með Covid-19 þó líklegt sé að fleiri séu að smitast. Einnig er álag á heilbrigðisstofnanir nú til mun minna en áður var en nú liggja níu sjúklingar inni á Landspítala vegna Covid-19 og þar af eru sex með virkt smit en enginn er á gjörgæsludeild. Þessari góðu stöðu má þakka útbreiddu ónæmi í samfélaginu bæði vegna góðrar þátttöku landsmanna í bólusetningum og vegna útbreiddra smita. Á næstu dögum verða birtar niðurstöður úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnamælingum landsmanna sem munu gefa góðar vísbendingar um hversu stór hluti þjóðarinnar hefur raunverulega smitast af Covid-19. Þó að staða Covid-19 sé nú góð hér á landi þá er sjúkdómurinn enn til staðar víðsvegar í heiminum en nú er talið að einungis rúmlega helmingur jarðarbúa hafi smitast. Á meðan að svo er, þá þurfum við hér á Íslandi að vera á varðbergi gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar og einnig þurfum við fylgjast vel með hversu lengi ónæmið sem við höfum nú náð gegn Covid-19 mun endast,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnarstig vegna COVID-19 27. janúar 2020 Óvissustig 28. febrúar 2020 Hættustig 06. mars 2020 Neyðarstig 25. maí 2020 Hættustig 04. október 2020 Neyðarstig 12. febrúar 2021 Hættustig 24. mars 2021 Neyðarstig 12. maí 2021 Hættustig 11. janúar 2022 Neyðarstig 1. febrúar 2022 Hættustig 29. apríl 2022 Óvissustig
Almannavarnarstig vegna COVID-19 27. janúar 2020 Óvissustig 28. febrúar 2020 Hættustig 06. mars 2020 Neyðarstig 25. maí 2020 Hættustig 04. október 2020 Neyðarstig 12. febrúar 2021 Hættustig 24. mars 2021 Neyðarstig 12. maí 2021 Hættustig 11. janúar 2022 Neyðarstig 1. febrúar 2022 Hættustig 29. apríl 2022 Óvissustig
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Tengdar fréttir Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28. apríl 2022 18:22 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. 28. apríl 2022 18:22