Glaumgosar féflettu Madrid í Covid-farsóttinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. apríl 2022 14:31 Luis Medina, glaumgosi af aðalsættum, sem er sakaður um að hafa svikið milljónir út úr borgaryfirvöldum Madrid, með því að okra á sóttvarnabúnaði í miðri Covid-farsótt. Carlos Garcia Granthon/GettyImages Lystisnekkja, 12 sportbílar og nokkur Rólex úr eru á meðal þess sem tveir meintir svikahrappar keyptu sér fyrir gróðann af því að selja stjórnvöldum í Madrid sóttvarnabúnað á uppsprengdu verði í upphafi Covid19-farsóttarinnar. Spillingardeild lögreglunnar rannsakar málið og mennirnir eiga langa fangelsisvist yfir höfði sér. Luis Medina er glaumgosi af spænskum aðalsættum, þekktari fyrir hið ljúfa líf en viðskiptaumsvif. Félagi hans er Alberto Luceño, kaupsýslumaður með fremur tilþrifalitla fortíð og líklega enn ómerkilegri framtíð. Neyðarlög sett á Spáni Fljótlega eftir að Covid-farsóttin braust út, voru sett neyðarlög sem heimiluðu sjálfsstjórnarhéruðum Spánar að kaupa grímur, spritt og hanska án þess að efna til útboða eða leita tilboða. Svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi hegðað sér í fáti og örvæntingu í því neyðarástandi sem ríkti á Spáni um þetta leyti, þegar þúsundir manna létust daglega af völdum farsóttarinnar. Nú hefur komið í ljós að Madridarborg gerði alls 59 samninga um kaup á sóttvarnavörum á nokkurra mánaða tímabili þegar ástandið var sem verst. Einungis var leitað tilboða í fjögur skipti. Í 93% tilvika var því fjárfest í búnaði í rauninni út í loftið, oftar en nokkurs staðar annars staðar á Spáni, enda hefur komið í ljós að Madridarborg greiddi miklu hærra verð fyrir grímur, PCR-próf, hanska og spritt en allar aðrar borgir Spánar. Lukkuriddararnir Medina og Luceño virðast hafa gripið tækifærið, þeir buðu varning til sölu á uppsprengdu verði og græddu 5 milljónir evra á tiltækinu. Og þeir drógu heldur hvergi af sér við að eyða gróðanum. Fjölmiðlar hafa upplýst að þeir eyddu gróðanum í einum hvínandi grænum, þeir keyptu lystisnekkju fyrir 300 þúsund evrur, 12 rándýra sportbíla, nokkur Rólex úr og svo fór annar þeirra með fjölskylduna á hótel í Marbella í viku, þar sem hver nótt kostaði andvirði einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Rannsókn spillingardeildarinnar hefur enda leitt í ljós að bankareikningar þeirra félaga eru galtómir. Fleiri svindlarar á kreiki Þetta er ekki eina dæmið um að svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi látið plata sig. Annar angi rannsóknarinnar beinist að dularfullum einstaklingi sem seldi yfirvöldum í Madrid grímur og annan sóttvarnabúnað. Hann var sagður til húsa í Katrínarstræti 8 í New York. Þangað fóru bandarískir lögreglumenn að beiðni spænskra lögregluyfirvalda þann 16. nóvember 2020 og spurðu eftir Philippe Solomon, sem selt hafði spænskum stjórnvöldum grímur fyrir tvær og hálfa milljón evra. Grímur sem síðar kom í ljós að voru meingallaðar og í raun ónothæfar. Borgaryfirvöld vildu því fá peningana sína tilbaka. En Philippe Solomon svaraði ekki tölvupóstum og hann var hvergi að finna á Catherine Street. Svo virðist því sem þessir fjármunir séu horfnir inn í svarthol sem hvergi finnst. Á sama tíma og Madrid spreðaði fjármunum borgarbúa til hægri og vinstri, barði borgarstjóri Madrid sér á brjóst í fjölmiðlum, gagnrýndi forsætisráðherrann fyrir að vaða í villu og svima við stjórn landsins á meðan Madrid fjárfesti með skynsömum hætti í sóttvarnabúnaði fyrir höfuðborgarbúa, óafvitandi þess að það var frændi hans sem komið hafði fjárglæframönnunum Medina og Luceño í samband við borgaryfirvöld og þannig í raun komið þessum vafasömum viðskiptum á. Einnig hefur komið í ljós að Almeida borgarstjóri hefur vitað af þessari lögreglurannsókn í meira en eitt ár og þagað þunnu hljóði. Hann sakar stjórnarandstöðuna í Madrid nú um að stunda nornaveiðar fyrir að krefjast skýringa á því sem gerðist. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Luis Medina er glaumgosi af spænskum aðalsættum, þekktari fyrir hið ljúfa líf en viðskiptaumsvif. Félagi hans er Alberto Luceño, kaupsýslumaður með fremur tilþrifalitla fortíð og líklega enn ómerkilegri framtíð. Neyðarlög sett á Spáni Fljótlega eftir að Covid-farsóttin braust út, voru sett neyðarlög sem heimiluðu sjálfsstjórnarhéruðum Spánar að kaupa grímur, spritt og hanska án þess að efna til útboða eða leita tilboða. Svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi hegðað sér í fáti og örvæntingu í því neyðarástandi sem ríkti á Spáni um þetta leyti, þegar þúsundir manna létust daglega af völdum farsóttarinnar. Nú hefur komið í ljós að Madridarborg gerði alls 59 samninga um kaup á sóttvarnavörum á nokkurra mánaða tímabili þegar ástandið var sem verst. Einungis var leitað tilboða í fjögur skipti. Í 93% tilvika var því fjárfest í búnaði í rauninni út í loftið, oftar en nokkurs staðar annars staðar á Spáni, enda hefur komið í ljós að Madridarborg greiddi miklu hærra verð fyrir grímur, PCR-próf, hanska og spritt en allar aðrar borgir Spánar. Lukkuriddararnir Medina og Luceño virðast hafa gripið tækifærið, þeir buðu varning til sölu á uppsprengdu verði og græddu 5 milljónir evra á tiltækinu. Og þeir drógu heldur hvergi af sér við að eyða gróðanum. Fjölmiðlar hafa upplýst að þeir eyddu gróðanum í einum hvínandi grænum, þeir keyptu lystisnekkju fyrir 300 þúsund evrur, 12 rándýra sportbíla, nokkur Rólex úr og svo fór annar þeirra með fjölskylduna á hótel í Marbella í viku, þar sem hver nótt kostaði andvirði einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Rannsókn spillingardeildarinnar hefur enda leitt í ljós að bankareikningar þeirra félaga eru galtómir. Fleiri svindlarar á kreiki Þetta er ekki eina dæmið um að svo virðist sem borgaryfirvöld í Madrid hafi látið plata sig. Annar angi rannsóknarinnar beinist að dularfullum einstaklingi sem seldi yfirvöldum í Madrid grímur og annan sóttvarnabúnað. Hann var sagður til húsa í Katrínarstræti 8 í New York. Þangað fóru bandarískir lögreglumenn að beiðni spænskra lögregluyfirvalda þann 16. nóvember 2020 og spurðu eftir Philippe Solomon, sem selt hafði spænskum stjórnvöldum grímur fyrir tvær og hálfa milljón evra. Grímur sem síðar kom í ljós að voru meingallaðar og í raun ónothæfar. Borgaryfirvöld vildu því fá peningana sína tilbaka. En Philippe Solomon svaraði ekki tölvupóstum og hann var hvergi að finna á Catherine Street. Svo virðist því sem þessir fjármunir séu horfnir inn í svarthol sem hvergi finnst. Á sama tíma og Madrid spreðaði fjármunum borgarbúa til hægri og vinstri, barði borgarstjóri Madrid sér á brjóst í fjölmiðlum, gagnrýndi forsætisráðherrann fyrir að vaða í villu og svima við stjórn landsins á meðan Madrid fjárfesti með skynsömum hætti í sóttvarnabúnaði fyrir höfuðborgarbúa, óafvitandi þess að það var frændi hans sem komið hafði fjárglæframönnunum Medina og Luceño í samband við borgaryfirvöld og þannig í raun komið þessum vafasömum viðskiptum á. Einnig hefur komið í ljós að Almeida borgarstjóri hefur vitað af þessari lögreglurannsókn í meira en eitt ár og þagað þunnu hljóði. Hann sakar stjórnarandstöðuna í Madrid nú um að stunda nornaveiðar fyrir að krefjast skýringa á því sem gerðist.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira