Saman vinnum við stóru sigrana Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:30 Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Stéttarfélög Verkalýðsdagurinn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Loksins getum við haldið baráttudag launafólks hátíðlegan, sótt kröfugöngur og baráttufundi eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Ísland er ríkt land og hér þykir almennt gott að búa. Mikið hefur áunnist á síðustu öld og saman höfum við unnið stóra sigra í þágu launafólks. Barátta verkalýðsins hefur í gegnum árin skilað hærri tekjum, betri kjörum og starfsaðstæðum vinnandi fólks og samstaðan hefur líka skilað okkur bættri líðan og heilsu og fjölskylduvænna samfélagi. Þessi barátta er eilíf í eðli sínu því á hverjum tíma mæta okkur nýjar áskoranir. Hvert einasta skref hefur krafist vinnu og oft átaka. Framfarir verða ekki af sjálfu sér; bætt lífsgæði frá kynslóð til kynslóðar er ekki endilega náttúruleg þróun. Ekki er hægt að breiða yfir það að í okkar litla ríka samfélagi þrífst ójöfnuður og metnað virðist vanta til að takast á við þann vanda. Virðingarleysi ríkir gagnvart stórum samfélagshópum þar sem þau í efsta lagi samfélagsins njóta meðgjafar á meðan þorri almennings er látinn bítast um brauðmolana. Á meðan stjórnvöld fjársvelta mikilvæga almannaþjónustu eru ríkiseignir seldar á brunaútsölu til útvaldra karla. Ameríski draumurinn Sá misskilningur virðist ríkjandi að það séu helst toppar á einkamarkaði sem skapi verðmæti í samfélaginu og því sé eðlilegt að þeir njóti ágóðans. Hið rétta er að vinnandi fólk skapar verðmætin. Ameríski draumurinn lifir enn góðu lífi á Íslandi og sú skoðun er viðloðandi að þau sem eiga mestar eignir og hafa hæstar tekjur séu einfaldlega klárari og sniðugri en þorri almennings. Ef fólk hafi það skítt þurfi það að vera duglegra. Þessi viðhorf eru rótin að því að vanmati og virðingarleysi sem fjöldi starfsstétta býr við. Þetta eru líka viðhorfin sem valda því að láglaunafólk, fólk af erlendum uppruna, konur og öryrkjar njóta síður virðingar. Hvenær var tekin sú ákvörðun að fólk skuli fá hærri laun fyrir að sýsla með peninga heldur en við umönnun fólks? Hvenær var tekin sú ákvörðun að innflytjendur ættu að sætta sig við lakari kjör en aðrir? Hvenær var tekin sú ákvörðun að dæma fólk sem veikist eða slasast til lífstíðar fátæktar? Við manneskjurnar erum háðar stuðningi samfélagsins sem við tilheyrum til að lifa af. Líðan okkar byggir meðal annars á því hvort við teljum okkur njóta virðingar annarra innan þess samfélags sem við tilheyrum. Rannsóknir sýna að það hefur verulega neikvæð áhrif á heilsufar ef einstaklingur upplifir að hann sé ekki metinn að verðleikum. Þannig hefur til að mynda vanvirðing í garð fólks verri áhrif á heilsufar þeirra en óhollt mataræði. Við getum ákveðið að breyta þessu. Gamla Ísland Það er val að viðhalda gamla Íslandi í stað þess að vinna markvisst að mennskara og meira spennandi framtíðarsamfélagi fyrir öll. Í efsta lagi samfélagsins eru teknar ákvarðanir sem valda tilfærslu á fjármagni frá hinum mörgu til hinna fáu. Í því birtist ekki síst virðingarleysið gagnvart vinnandi fólki, börnum, eldra fólki og öryrkjum. Við höfum alla burði til þess að nýta þjóðartekjur til að fjárfesta í almannaþjónustu, takast á við ójöfnuð og tryggja húsnæðis- og afkomuöryggi allra. En það er ekki gert. Í staðinn taka stjórnvöld og fjármagnseigendur, þau sem hafa tögl og hagldir í samfélaginu, höndum saman um að viðhalda kerfum sem auka ójöfnuð og lagskiptingu milli þeirra sjálfra og þorra almennings. Þau ákveða að skattleggja ekki ofurhagnað, jafnvel í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi sem byggja verðmætasköpun sína alfarið á þjóðareign. Þau grafa undan jöfnunartækjum eins og barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og almannatryggingum og horfa fram hjá því að stórir hópar búa ekki við húsnæðisöryggi. Þau einkavæða ríkiseignir og selja þær útvöldum á afslætti. Þau vanfjármagna sjúkrahús, hjúkrunarheimili, skóla, lögregluna og aðra mikilvæga almannaþjónustu með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk, aðstandendur og öll þau sem sinna þessum ómissandi störfum. Þau yppa öxlum þegar verðbólgan rýkur upp í stað þess að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íslensk heimili. Við vinnum Kjarninn í starfi verkalýðshreyfingarinnar er sameiginleg hugsjón um betra líf. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélagi við ætlum að búa í árið 2030, 2050 eða jafnvel 2100. Hvaða skref þurfum við að taka núna til að skapa samfélag mennsku, jafnréttis og jöfnuðar? Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins söfnumst við saman til að stilla saman strengi fyrir baráttuna framundan. Við beinum sjónum okkar að stjórnvöldum og fjármagnseigendum sem viðhalda mismunun og leyfa óréttlæti að grassera. Það erum við, vinnandi fólk sem sköpum verðmætin. Og það er með samstöðu okkar sem við náum fram breytingum. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður BSRB – samtök starfsfólks í almannaþjónustu
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun