Naomi Judd látin Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 21:41 Naomi Judd átti litríkan feril að baki. Ap/Invision/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“