Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 23:33 Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson. Guðmundur Freyr Jónsson Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. Uppfært klukkan 01:22: Mari og Þorleifur hafa klárað 40. hringinn, alls 268 kílómetra, og eru byrjuð á hring 41. Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, segir að árangur keppendanna hafi farið fram úr björtustu vonum og hún hafi jafnvel gert ráð fyrir því að vera búin að pakka öllu saman í hádeginu í dag. Alls hófu 122 þátttakendur leik í gærmorgun. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúruhlaup halda keppnishlaupið Bakgarð. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari bar sigur úr býtum í fyrra. Bæði enduðu þau hlaupið á 25 hringjum og er Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því kolfallið. Endar ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir Keppnin gengur út á að keppendur hlaupi 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Ef hann klárast fyrr geta þeir nýtt restina af tímanum til að hvíldar áður en hlaupið hefst aftur á heila tímanum. Leiðin liggur áð þessu sinni um Öskjuhlíð og Nauthólsvík í Reykjavík. Elísabet segir að stemningin sé góð og Mari og Þorleifur virðist hafa verið hressari í lok seinasta hrings en fyrr í kvöld. Hringurinn lokast við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð þar sem góð aðstaða er fyrir keppendur. Að sögn Elísabetar fylgist fjöldi fólks með hlaupinu og fyllir bílastæðið við Mjölni korter í heila tímann þegar von er á keppendunum. Bilið hafi minnkað milli Mari og Þorleifs á seinasta hring og þau bæði klárað hann á um 52 til 53 mínútum. Hún segir öflugt stuðningslið hvetja báða keppendur áfram og óljóst sé hvenær hlaupinu loks ljúki. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Uppfært klukkan 01:22: Mari og Þorleifur hafa klárað 40. hringinn, alls 268 kílómetra, og eru byrjuð á hring 41. Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, segir að árangur keppendanna hafi farið fram úr björtustu vonum og hún hafi jafnvel gert ráð fyrir því að vera búin að pakka öllu saman í hádeginu í dag. Alls hófu 122 þátttakendur leik í gærmorgun. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúruhlaup halda keppnishlaupið Bakgarð. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari bar sigur úr býtum í fyrra. Bæði enduðu þau hlaupið á 25 hringjum og er Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því kolfallið. Endar ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir Keppnin gengur út á að keppendur hlaupi 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Ef hann klárast fyrr geta þeir nýtt restina af tímanum til að hvíldar áður en hlaupið hefst aftur á heila tímanum. Leiðin liggur áð þessu sinni um Öskjuhlíð og Nauthólsvík í Reykjavík. Elísabet segir að stemningin sé góð og Mari og Þorleifur virðist hafa verið hressari í lok seinasta hrings en fyrr í kvöld. Hringurinn lokast við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð þar sem góð aðstaða er fyrir keppendur. Að sögn Elísabetar fylgist fjöldi fólks með hlaupinu og fyllir bílastæðið við Mjölni korter í heila tímann þegar von er á keppendunum. Bilið hafi minnkað milli Mari og Þorleifs á seinasta hring og þau bæði klárað hann á um 52 til 53 mínútum. Hún segir öflugt stuðningslið hvetja báða keppendur áfram og óljóst sé hvenær hlaupinu loks ljúki.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27