Skammtíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neytendur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. maí 2022 09:15 Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun