Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 21:33 Maðurinn þarf að greiða milljónirnar 125 innan fjögurra vikna ella fara í árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. Manninum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags hans frá október fram í desember árið 2018, á tímabilinu janúar til mars, auk maí og júnímánaða, og september til desember árið 2019 og í janúar 2020. Þau gjöld sem voru vangreidd námu tæplega 41,5 milljón króna. Þá var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir júlí til ágúst og nóvember til desember árið 2019. Sú fjárhæð nam rúmum 22 milljónum króna. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætt með því að hafa nýtt ávinninginn af brotunum, rúmar 63,5 milljónir króna, í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu. Saksóknarar féllu þó frá þeirri ákæru. Maðurinn játaði sök og kemur fram í dómi að hann hafi ekki verið dæmdur til refsingar áður. Hann hafi borið vitni um það fyrir dómi að félagið hafi gengið vel en hann hafi lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjámunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. Kórónuveirufaraldurinn hafi þar að auki haft áhrif á afkomu félagsins og hann reynt að semja um skattaskuldina en hún hafi upphaflega verið talin hærri og hann ekki getað ráðið við það. Uppfært: Upprunalega stóð að maðurinn hefði einni verið dæmdur fyrir peningaþvætti en eins og búið er að bæta við, felldu saksóknarar þann ákærulið niður. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Manninum var gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags hans frá október fram í desember árið 2018, á tímabilinu janúar til mars, auk maí og júnímánaða, og september til desember árið 2019 og í janúar 2020. Þau gjöld sem voru vangreidd námu tæplega 41,5 milljón króna. Þá var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var fyrir júlí til ágúst og nóvember til desember árið 2019. Sú fjárhæð nam rúmum 22 milljónum króna. Þá var hann ákærður fyrir peningaþvætt með því að hafa nýtt ávinninginn af brotunum, rúmar 63,5 milljónir króna, í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu. Saksóknarar féllu þó frá þeirri ákæru. Maðurinn játaði sök og kemur fram í dómi að hann hafi ekki verið dæmdur til refsingar áður. Hann hafi borið vitni um það fyrir dómi að félagið hafi gengið vel en hann hafi lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjámunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. Kórónuveirufaraldurinn hafi þar að auki haft áhrif á afkomu félagsins og hann reynt að semja um skattaskuldina en hún hafi upphaflega verið talin hærri og hann ekki getað ráðið við það. Uppfært: Upprunalega stóð að maðurinn hefði einni verið dæmdur fyrir peningaþvætti en eins og búið er að bæta við, felldu saksóknarar þann ákærulið niður.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira