Bróðir Lingards æfur: „Verið hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki að kveðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Juan Mata fékk kveðjuleik á Old Trafford í gær, öfugt við Jesse Lingard. getty/Ash Donelon Jesse Lingard fékk ekki að kveðja stuðningsmenn Manchester United þegar liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær, eitthvað sem bróðir hans er æfur yfir. United vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. Leikmenn sem eru á förum frá United fengu að spila í gær og þannig tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins. Má þar meðal annars nefna Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic. Lingard sat hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Það fór ekki vel í bróður hans, Louie Scott. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott á Instagram. „Félaginu er stjórnað af fólki sem kann ekki rangstöðuregluna. Enginn klassi og stuðningsmennirnir þurfa að átta sig á því. Góða nótt og guð blessi ykkur. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki einu sinni að kveðja!!! Vel gert bróðir. Þú gerðir okkur fjölskylduna stolta.“ Lingard var lánaður til West Ham United seinni hluta síðasta tímabils og átti afar góðu gengi að fagna hjá Hömrunum. Hann sneri aftur til United í sumar en hefur fengið afar fá tækifæri með United á tímabilinu. Síðan Ralf Rangnick tók við liðinu hefur Lingard aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu. Samningur Lingards við United rennur út eftir tímabilið. Hann hefur leikið 232 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Lingard skoraði sigurmark United í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace 2016. Enski boltinn Tengdar fréttir Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31 Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
United vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. Leikmenn sem eru á förum frá United fengu að spila í gær og þannig tækifæri til að kveðja stuðningsmenn félagsins. Má þar meðal annars nefna Juan Mata, Edinson Cavani og Nemanja Matic. Lingard sat hins vegar sem fastast á bekknum allan tímann. Það fór ekki vel í bróður hans, Louie Scott. „Tuttugu ár af blóði, svita og tárum, fjórir titlar, þrjú mörk í úrslitaleikjum en fær ekki einu sinni kveðjustund. Engin furða að Sambandsdeildin bíði á næsta ári,“ skrifaði Scott á Instagram. „Félaginu er stjórnað af fólki sem kann ekki rangstöðuregluna. Enginn klassi og stuðningsmennirnir þurfa að átta sig á því. Góða nótt og guð blessi ykkur. Hann er búinn að vera hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki einu sinni að kveðja!!! Vel gert bróðir. Þú gerðir okkur fjölskylduna stolta.“ Lingard var lánaður til West Ham United seinni hluta síðasta tímabils og átti afar góðu gengi að fagna hjá Hömrunum. Hann sneri aftur til United í sumar en hefur fengið afar fá tækifæri með United á tímabilinu. Síðan Ralf Rangnick tók við liðinu hefur Lingard aðeins tvisvar sinnum verið í byrjunarliðinu. Samningur Lingards við United rennur út eftir tímabilið. Hann hefur leikið 232 leiki fyrir United og skorað 35 mörk. Lingard skoraði sigurmark United í bikarúrslitaleiknum gegn Crystal Palace 2016.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31 Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. 3. maí 2022 08:31
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00