Ekkert lið byrjað undanúrslitin með slíkum yfirburðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 13:31 Valsmennirnir Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson fagna þegar Valsmenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á Selfossi á dögunum. Þar fer fram næsti leikur. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn sýndu mátt sinn á móti Selfyssingum í gær þegar undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta hófst á Hlíðarenda. Valsliðið keyrði yfir Selfossliðið í seinni hálfleik og vann að lokum ellefu marka sigur, 36-25. Valsmenn höfðu ekki spilað frá því þeir sópuðu Framörum í sumarfrí fyrir rúmri viku en Selfossliðið var að koma úr tvíframlengdum oddaleik á móti FH á fimmtudaginn var. Þetta átti örugglega sinn þátt í því að Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með níu marka mun, 20-11. Í lokin munaði ellefu mörkum á liðunum og Valsmenn settu með þessu met því ekkert lið hefur unnið stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum í sögu úrslitakeppninnar. Valsliðið sló níu ára gamalt met FH-inga frá árinu 2013 en FH vann þá 9 marka sigur, 36-27. Það fylgir þó sögunni að Framarar unnu næstu þrjá leiki og slógu FH-inga út. Framliðið fór síðan alla leið og vann Íslandsmeistarartitilinn eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitum. Valsmenn hafa verið illviðráðanlegir í þessari úrslitakeppni en þeir eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína og það með 8,7 mörkum að meðaltali í leik. Valsmenn unnu leikina á móti Fram í átta liða úrslitunum með samtals fimmtán marka mun. Hér fyrir neðan má mestu yfirburði í fyrsta leik í undanúrslitum karla í handbolta. Stærstu sigrar í fyrsta leik í undanúrslitum: 11 mörk - Valur á móti Selfossi 2022 (36-25) 9 mörk - FH á móti Fram 2013 (36-27) 8 mörk - Víkingur á móti KA 1995 (32-24) 8 mörk - KA á móti FH 1996 (34-36) 8 mörk - Haukar á móti Val 2015 (32-24) 8 mörk - Valur á móti Fram 2017 (31-23) 7 mörk - Haukar á móti Val 2001 (26-19) 7 mörk - FH á móti Fram 2011 (29-22) 7 mörk - FH á móti Haukar 2014 (32-25) Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Sjá meira
Valsliðið keyrði yfir Selfossliðið í seinni hálfleik og vann að lokum ellefu marka sigur, 36-25. Valsmenn höfðu ekki spilað frá því þeir sópuðu Framörum í sumarfrí fyrir rúmri viku en Selfossliðið var að koma úr tvíframlengdum oddaleik á móti FH á fimmtudaginn var. Þetta átti örugglega sinn þátt í því að Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með níu marka mun, 20-11. Í lokin munaði ellefu mörkum á liðunum og Valsmenn settu með þessu met því ekkert lið hefur unnið stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum í sögu úrslitakeppninnar. Valsliðið sló níu ára gamalt met FH-inga frá árinu 2013 en FH vann þá 9 marka sigur, 36-27. Það fylgir þó sögunni að Framarar unnu næstu þrjá leiki og slógu FH-inga út. Framliðið fór síðan alla leið og vann Íslandsmeistarartitilinn eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitum. Valsmenn hafa verið illviðráðanlegir í þessari úrslitakeppni en þeir eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína og það með 8,7 mörkum að meðaltali í leik. Valsmenn unnu leikina á móti Fram í átta liða úrslitunum með samtals fimmtán marka mun. Hér fyrir neðan má mestu yfirburði í fyrsta leik í undanúrslitum karla í handbolta. Stærstu sigrar í fyrsta leik í undanúrslitum: 11 mörk - Valur á móti Selfossi 2022 (36-25) 9 mörk - FH á móti Fram 2013 (36-27) 8 mörk - Víkingur á móti KA 1995 (32-24) 8 mörk - KA á móti FH 1996 (34-36) 8 mörk - Haukar á móti Val 2015 (32-24) 8 mörk - Valur á móti Fram 2017 (31-23) 7 mörk - Haukar á móti Val 2001 (26-19) 7 mörk - FH á móti Fram 2011 (29-22) 7 mörk - FH á móti Haukar 2014 (32-25)
Stærstu sigrar í fyrsta leik í undanúrslitum: 11 mörk - Valur á móti Selfossi 2022 (36-25) 9 mörk - FH á móti Fram 2013 (36-27) 8 mörk - Víkingur á móti KA 1995 (32-24) 8 mörk - KA á móti FH 1996 (34-36) 8 mörk - Haukar á móti Val 2015 (32-24) 8 mörk - Valur á móti Fram 2017 (31-23) 7 mörk - Haukar á móti Val 2001 (26-19) 7 mörk - FH á móti Fram 2011 (29-22) 7 mörk - FH á móti Haukar 2014 (32-25)
Olís-deild karla Valur UMF Selfoss Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Sjá meira