Innlent

Tekur þrjá daga að blása snjó af Skála­víkur­heiði

Bjarki Sigurðsson skrifar

Í vetur söfnuðust upp allt að fjórir metrar af snjó á Skálavíkurheiði á Vestfjörðum. Til að komast til Skálavíkur þarf því að ryðja heiðina með snjóblásara. 

Heiðin tengir saman Bolungarvík og Skálavík þar sem er vinsæl sumarbústaðabyggð. Það var Elvar Kristinn Sigurgeirsson sem sá um að ryðja heiðina í ár.

„Þetta tekur þrjá daga, við eigum eftir að moka neðst niðri,“ segir Elvar í samtali við fréttastofu en hann hóf að blása snjóinn burt fyrir tveimur dögum síðan.

Vegagerðin annast moksturinn á veginum og réði Elvar til að keyra snjóblásara yfir heiðina.

Hafþór Gunnarsson tók upp myndband á dróna sinn sem sýnir frá blæstrinum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×