Fengu 674 kíló að meðaltali á fyrsta degi strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2022 11:56 Fagra Fríða í Akraneshöfn í gærkvöldi. Sigfús Jónsson strandveiðisjómaður við stýrið. Arnar Halldórsson 132 bátar reru á fyrsta degi strandveiðanna í gær og nam aflinn samtals 89,6 tonnum. Meðalafli á bát var þannig 674 kíló, samkvæmt samantekt Fiskistofu. „Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Því miður viðraði ekki sem skyldi á þessum fyrsta degi og því náðu færri að nýta sér daginn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda um upphaf strandveiðanna í ár. Flestir bátanna á sjó í gær voru á svæði A eða 61 talsins, en svæðið nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Þar veiddist einnig mest í gær og var meðalafli á bát 773 kíló á svæði A. Svalur AK siglir inn í Akraneshöfn í gærkvöldi.Arnar Halldórsson Minnst veiddu bátar á svæði B eða 475 kíló að jafnaði á bát. Það svæði er Mið-Norðurland og liggur frá Húnaflóa og að Skjálfandaflóa en 23 bátar hófu veiðar þar í gær. Svæði C nær yfir Norðausturland og Austfirði, með Þingeyjarsveit og Djúpavogshreppi, sem nú er Múlaþing. Þar reru 26 bátar á gær og fengu 618 kíló að meðaltali. Svæði D er suðurströndin og Suðvesturland, með Hornafirði og Borgarbyggð. Þar héldu 22 strandveiðibátar á sjó í gær og reyndist afli þeirra 666 kíló að meðaltali á bát. Óskar Óskarsson á Sval AK landaði 576 kílóum á Akranesi í gærkvöldi. Þar af voru 502 kíló af þorski, 57 kíló af ufsa og 17 kíló af karfa. Samkvæmt reglugerð um strandveiðar er hverju skipi heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar frá 2. maí til 31. ágúst, svo fremi að heildarstrandveiðikvótinn klárist ekki fyrr. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Veiðiferð má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir og eingöngu er heimilt að fara í eina veiðiferð á hverjum degi. Hámarksafli er 650 kíló á dag, í þorskígildum talið, og miðast við slægðan fisk. Það þýðir 774 kíló af óslægðum þorski. Í fréttum í gær kom fram að strandveiðisjómenn í Norðurfirði á Ströndum neyddust til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meinuðu flutningabílum að sækja aflann. Vegagerðin hefur núna aflétt þeim þungatakmörkunum. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá fyrsta degi strandveiðanna:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41