„Sagði strax já og var klár í ævintýri“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 09:00 Orri Freyr Gíslason var fyrirliði Vals og leiðtogi í liðinu, til að mynda þegar það vann tvöfalt árið 2017. vísir/bára „Það var þokkalega rólegt að gera í vinnunni þannig að ég gat hoppað út,“ segir píparinn Orri Freyr Gíslason sem allt í einu er orðinn handboltamaður á nýjan leik, og það í baráttunni um svissneska meistaratitilinn. Orri, sem verður 34 ára síðar í mánuðinum, lagði handboltaskóna á hilluna vorið 2019 eftir að hafa um árabil verið einn allra besti varnarmaður Olís-deildarinnar og leiðtogi í liði Vals. Nú er Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari svissnesku deildarmeistaranna í Kadetten Schaffhausen, hins vegar búinn að fá Orra út til Sviss til að taka þátt í að landa meistaratitlinum sem liðið ætlar sér. „Ég fékk símtal á sumardaginn fyrsta og svo gerðist þetta hratt í kjölfarið. Ég sagði strax já og var klár í eitthvað ævintýri,“ segir Orri. Hætti við að safna bumbu og fær smátíma til að finna taktinn Er hann þá sem sagt ekki dæmi um íþróttamann í toppformi sem leggst upp í sófa og safnar bumbu þegar skórnir fara á hilluna? „Jú, þegar ég hætti þá gerðist það,“ svaraði Orri léttur í bragði. „En svo byrjaði ég aftur að hreyfa mig og þá lagaðist það. Ég er búinn að í einhverju karlaþreki, æfa í MMA og bara leika mér. Ég hef kannski æft í tvær vikur og svo tekið tvær vikur í frí, og bara ræð mér auðvitað sjálfur. Kosturinn við þetta núna er að Kadetten kláraði 8-liða úrslitin um daginn og er komið í undanúrslitin sem byrja ekki fyrr en 12. maí. Ég hef því smátíma til að finna taktinn. Alli er heldur ekki að fá mig til að spila 60 mínútur í leik. Hugsunin er örugglega að ég geti spilað 5-10 mínútur í leik bara til þess að hvíla hina gæjana. Ég á bara að koma inn á og slást aðeins svo að hinir fái pásu,“ segir Orri. Gjaldgengur vegna þess að hann hafði ekki spilað í tvö ár Hann viðurkennir að það hafi vissulega komið aðeins á óvart að fá tilboð um að spila með Kadetten næstu vikurnar. Orri fékk fyrst símtal frá Hannesi Jóni Jónssyni, vini Aðalsteins, sem þjálfar Alpla í Austurríki. „Svo hringdi Alli í mig daginn eftir og útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa með þessu. Þá gat ég ekki sagt nei við þessu. Þetta kom mér svolítið á óvart en það er náttúrulega erfitt fyrir þá að fá leikmenn þegar glugginn er lokaður. Ég er ekki búinn að spila í tvö ár þannig að ég er gjaldgengur. Þeir voru örugglega búnir að tékka á fleiri möguleikum en ég var sá eini sem gat komið út án þess að það væri eitthvað vesen,“ segir Orri. Orri Freyr Gíslason varð tvöfaldur meistari með Val árið 2017 og kjörinn íþróttamaður Vals sama ár.vísir/andri marinó Kadetten hafði misst tvo hlekki úr vörninni sinni vegna meiðsla, og því var rík þörf fyrir mann sem kann að verjast líkt og Orri gerði svo vel á sínum ferli, eins og Ýmir Örn bróðir hans og landsliðsmaður. Orri er mættur til Sviss og hefur æft einn hingað til vegna Evrópuleiks Kadetten í Póllandi í gærkvöld. „Fyrsta æfingin mín með liðinu er ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag og það kemur þá kannski eitthvað „reality check“ þá. En maður þarf bara að láta vaða. Það er það eina sem hægt er að gera núna.“ Valur eina liðið sem kæmi til greina En þýðir þessi endurkoma að Orri ætli að spila handbolta á næstu leiktíð? „Ég veit það ekki. Ég er ekki þar í dag. Ég er samt þannig týpa að ég slæ aldrei neitt út af borðinu, þó ég sé þrjóskari en andskotinn,“ segir Orri sem lék allan sinn feril með Val fyrir utan dvöl í Viborg í Danmörku. „Það er bara einn klúbbur á Íslandi sem ég myndi spila fyrir og það er Valur, og ég veit ekki hvernig staðan verður þar á næsta ári. Það er alveg 120% að ég myndi bara spila fyrir Val,“ segir Orri. Valur Handbolti Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Orri, sem verður 34 ára síðar í mánuðinum, lagði handboltaskóna á hilluna vorið 2019 eftir að hafa um árabil verið einn allra besti varnarmaður Olís-deildarinnar og leiðtogi í liði Vals. Nú er Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari svissnesku deildarmeistaranna í Kadetten Schaffhausen, hins vegar búinn að fá Orra út til Sviss til að taka þátt í að landa meistaratitlinum sem liðið ætlar sér. „Ég fékk símtal á sumardaginn fyrsta og svo gerðist þetta hratt í kjölfarið. Ég sagði strax já og var klár í eitthvað ævintýri,“ segir Orri. Hætti við að safna bumbu og fær smátíma til að finna taktinn Er hann þá sem sagt ekki dæmi um íþróttamann í toppformi sem leggst upp í sófa og safnar bumbu þegar skórnir fara á hilluna? „Jú, þegar ég hætti þá gerðist það,“ svaraði Orri léttur í bragði. „En svo byrjaði ég aftur að hreyfa mig og þá lagaðist það. Ég er búinn að í einhverju karlaþreki, æfa í MMA og bara leika mér. Ég hef kannski æft í tvær vikur og svo tekið tvær vikur í frí, og bara ræð mér auðvitað sjálfur. Kosturinn við þetta núna er að Kadetten kláraði 8-liða úrslitin um daginn og er komið í undanúrslitin sem byrja ekki fyrr en 12. maí. Ég hef því smátíma til að finna taktinn. Alli er heldur ekki að fá mig til að spila 60 mínútur í leik. Hugsunin er örugglega að ég geti spilað 5-10 mínútur í leik bara til þess að hvíla hina gæjana. Ég á bara að koma inn á og slást aðeins svo að hinir fái pásu,“ segir Orri. Gjaldgengur vegna þess að hann hafði ekki spilað í tvö ár Hann viðurkennir að það hafi vissulega komið aðeins á óvart að fá tilboð um að spila með Kadetten næstu vikurnar. Orri fékk fyrst símtal frá Hannesi Jóni Jónssyni, vini Aðalsteins, sem þjálfar Alpla í Austurríki. „Svo hringdi Alli í mig daginn eftir og útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa með þessu. Þá gat ég ekki sagt nei við þessu. Þetta kom mér svolítið á óvart en það er náttúrulega erfitt fyrir þá að fá leikmenn þegar glugginn er lokaður. Ég er ekki búinn að spila í tvö ár þannig að ég er gjaldgengur. Þeir voru örugglega búnir að tékka á fleiri möguleikum en ég var sá eini sem gat komið út án þess að það væri eitthvað vesen,“ segir Orri. Orri Freyr Gíslason varð tvöfaldur meistari með Val árið 2017 og kjörinn íþróttamaður Vals sama ár.vísir/andri marinó Kadetten hafði misst tvo hlekki úr vörninni sinni vegna meiðsla, og því var rík þörf fyrir mann sem kann að verjast líkt og Orri gerði svo vel á sínum ferli, eins og Ýmir Örn bróðir hans og landsliðsmaður. Orri er mættur til Sviss og hefur æft einn hingað til vegna Evrópuleiks Kadetten í Póllandi í gærkvöld. „Fyrsta æfingin mín með liðinu er ekki fyrr en á fimmtudag eða föstudag og það kemur þá kannski eitthvað „reality check“ þá. En maður þarf bara að láta vaða. Það er það eina sem hægt er að gera núna.“ Valur eina liðið sem kæmi til greina En þýðir þessi endurkoma að Orri ætli að spila handbolta á næstu leiktíð? „Ég veit það ekki. Ég er ekki þar í dag. Ég er samt þannig týpa að ég slæ aldrei neitt út af borðinu, þó ég sé þrjóskari en andskotinn,“ segir Orri sem lék allan sinn feril með Val fyrir utan dvöl í Viborg í Danmörku. „Það er bara einn klúbbur á Íslandi sem ég myndi spila fyrir og það er Valur, og ég veit ekki hvernig staðan verður þar á næsta ári. Það er alveg 120% að ég myndi bara spila fyrir Val,“ segir Orri.
Valur Handbolti Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira