Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Afturelding 4-2 | Heimakonur kláruðu nýliðana í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 22:14 Úr leiknum í kvöld. Hulda Margrét/Vísir Þróttur Reykjavík, bronsliðið frá því í fyrra, vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti nýliðum Aftureldingar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Heimakonur skoruðu öll fjögur mörkin í fyrri hálfleik. Þróttur komst yfir strax á 8. mínútu þegar Danielle Julia Marcano pressaði vel á öftustu línu Aftureldingar, stal boltanum og skoraði. Stuttu seinna var aftur klaufagangur í teig Aftureldingar þegar varnarmenn reyndu að hreinsa. Boltinn var á leið í þeirra eigið net en Eva náði hendi á boltann og sló hann út í teig. Freyja Karín var fyrst að ná til boltans og skoraði annað mark heimakvenna. Hulda Margrét/Vísir Á 23. mínútu var síðan brotið á Andreu Rut rétt fyrir utan D-bogann. Katla Tryggvadóttir tók spyrnuna og klíndi honum í hliðarnetið. Mjög öruggt og hennar fyrsta mark fyrir Þrótt. Þróttarar voru þarna komnir í 3-0 og gestirnir höfðu varla séð mark heimakvenna síðan í stöðunni 0-0. Á 31. mínútu misstu Afturelding Sesselju Líf Valgeirsdóttur af velli. Aðeins einni mínútu seinna kom fjórða mark Þróttara þegar Gema Ann Joyce Simon átti fyrirgjöf sem stefndi beint á Evu Ýr í markinu. Hún sló þá boltann út í teiginn, beint á Danielle sem skoraði sitt annað mark. Eftir fjórða markið gerðist lítið í fyrri hálfleiknum. Hulda Margrét/Vísir Við þurftum þó ekki að bíða lengi eftir marki þegar seinni hálfleikurinn byrjaði. Eftir aðeins 29 sekúndur var Þórhildur Þórhallsdóttir búin að minnka muninn í 4-1. Gestirnir tóku öll völd í byrjun seinni hálfleiks og skoruðu annað mark aðeins þremur mínútum seinna. Þá var það Ísafold Þórhallsdóttir, systir Þórhildar, sem skoraði. Hún var vel staðsett við fjærstöngina eftir fyrirgjöf og kom boltanum í netið. Hún slasaðist eitthvað við að skora markið og þurfti stuttu síðar að fara af velli. Mikil barátta var í seinni hálfleik og lét Guðmundur Páll dómari leikinn fljóta vel og var lítið að nota flautuna. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum en inn vildi boltinn ekki. Af hverju vann Þróttur? Þær komu miklu sprækari inn í leikinn og völtuðu yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. Stutta spilið þeirra var afar gott og varnarleikurinn stöðugur sé horft framhjá köflum í seinni hálfleik. Klaufamistök í vörn gestanna gerði þeim kleift að skora auðveld og þægileg mörk. Hverjar stóðu upp úr? Maður leiksins var klárlega Danielle Julia Marcano sem skoraði sín fyrstu tvö mörk í efstu deild. Sprengikrafturinn í henni var gríðarlegur og reyndi hún allt sem hún gat til að klára þrennuna en tókst ekki. Katla Tryggvadóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir voru einnig ansi sterkar og skoruðu báðar sín fyrstu mörk fyrir félagið. Hvað gekk illa? Vörnin hjá Aftureldingu var í tómu basli mest allan leikinn. Eva Ýr Helgadóttir átti ekki sinn besta leik í markinu og skrifast annað mark Danielle nánast alfarið á hana. Hvað gerist næst? Þróttarar fara austur og mæta Selfyssingum klukkan 19:15, mánudaginn 9. maí. Afturelding fær Þór/KA í heimsókn sunnudaginn 8. maí klukkan 14:00 Nik Chamberlain: „Þetta var barnalegt“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var afar sáttur með stigin þrjú. „Ég er bara ánægður að við náðum í þrjú stig. Danielle, Freyja og Katla að skora fyrstu mörkin sín fyrir liðið, þar er eiginlega bara það,“ sagði Nik eftir leik. Mörk Aftureldingar komu á stuttum kafla í byrjun fyrri hálfleiks. „Þetta var barnalegt og ég veit ekki hvers vegna við sendum aftur á markmann eftir miðju, við gerum það aldrei,“ hafði Nik að segja um byrjun seinni hálfleiks hjá sínum leikmönnum. Danielle: „Ég hefði ekki getað gert þetta án liðsins“ Danielle Julia Marcano skoraði tvö mörk í dag og var valinn besti leikmaður vallarins. Hún var mjög sátt eftir leikinn. „Mér líður rosalega vel. Ég hefði ekki getað gert þetta án liðsins, frábærar sendingar frá þeim og ég var bara þarna til að klára færin.“ Danielle skoraði tvö í dag.Hulda Margrét/Vísir Henni líður mjög vel hjá Þrótti eftir að hafa skipt þangað frá HK. „Ég elska það. Þjálfararnir eru frábærir, leikmennirnir eru frábærir og ég er að læra eitthvað nýtt alla daga. Allt er frábært.“ Hún segist ekki vera sár með að hafa ekki náð að klára þrennuna. „Nei, ég vann hörðum höndum svo það er allt sem ég get beðið um.“ Alexander Aron: Við erum að setja mörk í þessari deild „Leiðinlegt að það er annar leikurinn í bestu deildinni og við gerum klaufaleg mistök í fyrstu tveimur mörkunum og það er náttúrulega ákveðið högg en við hljótum að fara að læra af þessu,“ sagði Alexander, einn þjálfara Aftureldingar, eftir leik. Hann segist ekki hafa verið með þrumuræðu inni í klefa í hálfleik en Afturelding skoraði tvö mörk á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. „Nei, ég held að þetta komi bara frá leikmönnunum. Þær sjá það bara þegar þær mæta til leiks eins og í seinni þá er þetta bara allt annar leikur. Þetta er bara þannig í fótboltaleikjum ef það koma ein, tvö einstaklingsmistök á fyrsta korterinu, þá ertu bara eins og þú sért kýldur.“ Anna Pálína reynir að dansa framhjá Þrótturum.Hulda Margrét/Vísir Tveir leikmenn Aftureldingar fóru meiddir af velli og bætast við meiðslalista félagsins sem fyrir leikinn taldi sjö leikmenn. Hann segist þó ekki vera orðinn stressaður. „Þetta er alltaf þannig í íslenskum fótbolta, þetta verður alltaf blásið af þegar mótið er búið. Þar veistu hvað þú gerðir vel eftir mótið. Einn tveir leikir til eða frá, það er bara eins og það er. Við erum bara í vegferð með liðið og stundum koma skellir. Við erum að setja mörk í þessari deild, sóknarleikurinn okkar er enn þá að tikka. Það þarf bara að slípa aðeins varnarleikinn.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Afturelding Íslenski boltinn
Þróttur Reykjavík, bronsliðið frá því í fyrra, vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti nýliðum Aftureldingar í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Heimakonur skoruðu öll fjögur mörkin í fyrri hálfleik. Þróttur komst yfir strax á 8. mínútu þegar Danielle Julia Marcano pressaði vel á öftustu línu Aftureldingar, stal boltanum og skoraði. Stuttu seinna var aftur klaufagangur í teig Aftureldingar þegar varnarmenn reyndu að hreinsa. Boltinn var á leið í þeirra eigið net en Eva náði hendi á boltann og sló hann út í teig. Freyja Karín var fyrst að ná til boltans og skoraði annað mark heimakvenna. Hulda Margrét/Vísir Á 23. mínútu var síðan brotið á Andreu Rut rétt fyrir utan D-bogann. Katla Tryggvadóttir tók spyrnuna og klíndi honum í hliðarnetið. Mjög öruggt og hennar fyrsta mark fyrir Þrótt. Þróttarar voru þarna komnir í 3-0 og gestirnir höfðu varla séð mark heimakvenna síðan í stöðunni 0-0. Á 31. mínútu misstu Afturelding Sesselju Líf Valgeirsdóttur af velli. Aðeins einni mínútu seinna kom fjórða mark Þróttara þegar Gema Ann Joyce Simon átti fyrirgjöf sem stefndi beint á Evu Ýr í markinu. Hún sló þá boltann út í teiginn, beint á Danielle sem skoraði sitt annað mark. Eftir fjórða markið gerðist lítið í fyrri hálfleiknum. Hulda Margrét/Vísir Við þurftum þó ekki að bíða lengi eftir marki þegar seinni hálfleikurinn byrjaði. Eftir aðeins 29 sekúndur var Þórhildur Þórhallsdóttir búin að minnka muninn í 4-1. Gestirnir tóku öll völd í byrjun seinni hálfleiks og skoruðu annað mark aðeins þremur mínútum seinna. Þá var það Ísafold Þórhallsdóttir, systir Þórhildar, sem skoraði. Hún var vel staðsett við fjærstöngina eftir fyrirgjöf og kom boltanum í netið. Hún slasaðist eitthvað við að skora markið og þurfti stuttu síðar að fara af velli. Mikil barátta var í seinni hálfleik og lét Guðmundur Páll dómari leikinn fljóta vel og var lítið að nota flautuna. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum en inn vildi boltinn ekki. Af hverju vann Þróttur? Þær komu miklu sprækari inn í leikinn og völtuðu yfir Aftureldingu í seinni hálfleik. Stutta spilið þeirra var afar gott og varnarleikurinn stöðugur sé horft framhjá köflum í seinni hálfleik. Klaufamistök í vörn gestanna gerði þeim kleift að skora auðveld og þægileg mörk. Hverjar stóðu upp úr? Maður leiksins var klárlega Danielle Julia Marcano sem skoraði sín fyrstu tvö mörk í efstu deild. Sprengikrafturinn í henni var gríðarlegur og reyndi hún allt sem hún gat til að klára þrennuna en tókst ekki. Katla Tryggvadóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir voru einnig ansi sterkar og skoruðu báðar sín fyrstu mörk fyrir félagið. Hvað gekk illa? Vörnin hjá Aftureldingu var í tómu basli mest allan leikinn. Eva Ýr Helgadóttir átti ekki sinn besta leik í markinu og skrifast annað mark Danielle nánast alfarið á hana. Hvað gerist næst? Þróttarar fara austur og mæta Selfyssingum klukkan 19:15, mánudaginn 9. maí. Afturelding fær Þór/KA í heimsókn sunnudaginn 8. maí klukkan 14:00 Nik Chamberlain: „Þetta var barnalegt“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar var afar sáttur með stigin þrjú. „Ég er bara ánægður að við náðum í þrjú stig. Danielle, Freyja og Katla að skora fyrstu mörkin sín fyrir liðið, þar er eiginlega bara það,“ sagði Nik eftir leik. Mörk Aftureldingar komu á stuttum kafla í byrjun fyrri hálfleiks. „Þetta var barnalegt og ég veit ekki hvers vegna við sendum aftur á markmann eftir miðju, við gerum það aldrei,“ hafði Nik að segja um byrjun seinni hálfleiks hjá sínum leikmönnum. Danielle: „Ég hefði ekki getað gert þetta án liðsins“ Danielle Julia Marcano skoraði tvö mörk í dag og var valinn besti leikmaður vallarins. Hún var mjög sátt eftir leikinn. „Mér líður rosalega vel. Ég hefði ekki getað gert þetta án liðsins, frábærar sendingar frá þeim og ég var bara þarna til að klára færin.“ Danielle skoraði tvö í dag.Hulda Margrét/Vísir Henni líður mjög vel hjá Þrótti eftir að hafa skipt þangað frá HK. „Ég elska það. Þjálfararnir eru frábærir, leikmennirnir eru frábærir og ég er að læra eitthvað nýtt alla daga. Allt er frábært.“ Hún segist ekki vera sár með að hafa ekki náð að klára þrennuna. „Nei, ég vann hörðum höndum svo það er allt sem ég get beðið um.“ Alexander Aron: Við erum að setja mörk í þessari deild „Leiðinlegt að það er annar leikurinn í bestu deildinni og við gerum klaufaleg mistök í fyrstu tveimur mörkunum og það er náttúrulega ákveðið högg en við hljótum að fara að læra af þessu,“ sagði Alexander, einn þjálfara Aftureldingar, eftir leik. Hann segist ekki hafa verið með þrumuræðu inni í klefa í hálfleik en Afturelding skoraði tvö mörk á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. „Nei, ég held að þetta komi bara frá leikmönnunum. Þær sjá það bara þegar þær mæta til leiks eins og í seinni þá er þetta bara allt annar leikur. Þetta er bara þannig í fótboltaleikjum ef það koma ein, tvö einstaklingsmistök á fyrsta korterinu, þá ertu bara eins og þú sért kýldur.“ Anna Pálína reynir að dansa framhjá Þrótturum.Hulda Margrét/Vísir Tveir leikmenn Aftureldingar fóru meiddir af velli og bætast við meiðslalista félagsins sem fyrir leikinn taldi sjö leikmenn. Hann segist þó ekki vera orðinn stressaður. „Þetta er alltaf þannig í íslenskum fótbolta, þetta verður alltaf blásið af þegar mótið er búið. Þar veistu hvað þú gerðir vel eftir mótið. Einn tveir leikir til eða frá, það er bara eins og það er. Við erum bara í vegferð með liðið og stundum koma skellir. Við erum að setja mörk í þessari deild, sóknarleikurinn okkar er enn þá að tikka. Það þarf bara að slípa aðeins varnarleikinn.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti