Salah: Ég vil spila á móti Real Madrid Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2022 07:02 Mohamed Salah veit nákvæmlega hvaða liði hann vill mæta í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, var eðlilega kátur eftir að liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í gærkvöldi. „Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Það er frábært að við séum komnir í úrslit,“ sagði Salah í samtali við BT Sport eftir leik. „Þetta er í þriðja skipti á fimm árum og það er alveg ótrúlegt. Við erum allir mjög glaðir og ég er viss um að strákarnir munu fagna og fá sér aðeins í tána. En við eigum leik á móti Tottenham á laugardaginn og við verðum líka að einbeita okkur að honum. Á morgun er nýr dagur og þá höldum við áfram.“ Eins og þeir sem fylgdust með leiknum vita þá höfðu heimamenn í Villarreal ágætis stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og fóru með 2-0 forystu inn í hléið. Salah segir þó að leikmenn liðsins hafi ekki verið farnir að hafa of miklar áhyggjur alveg strax. „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik, en svo komum við inn í klefa og stjórinn talaði við okkur. Það er karakter og andi í klefanum. Við erum með lið í hæsta gæðaflokki og þess vegna getum við komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í hálfleik.“ Liverpool er á góðri leið með að vinna fernuna, en það er eitthvað sem ekkert annað enskt lið hefur nokkurn tíman gert. Salah ræddi stuttlega um möguleikann á því afreki, ásamt sínum persónulegu markmiðum, en þrátt fyrir að vera kominn með 30 mörk í öllum keppnum er Egyptinn ekki saddur. „Við berjumst um alla titla. Við erum búnir að vinna einn og nú erum við komnir í annan úrslitaleik og við höldum áfram að berjast í ensku úrvalsdeildinni. Ég er einbeittur, æfi vel og reyni nú að ná góðri endurheimt. Ég veit hvað ég vil og vonandi get ég náð því.“ „Fyrir hvert einasta tímabil veit ég hvað ég vil gera persónulega og sem lið. Ég er enn fyrir neðan það sem ég vil ná persónulega. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en áður en tímabilið byrjaði þá sagðist ég vilja skora 40 mörk og leggja upp kannski 15. Ég er búinn að ná stoðsendingamarkmiðinu þannig að nú þarf ég að einbeita mér að mörkunum.“ „En fernan er markmiðið núna. Hún var það kannski ekki í byrjun tímabils, en af hverju ekki núna? Ég er alltaf heiðarlegur og einbeiti mér að Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Eftir að við unnum Manchester City í undanúrslitum FA-bikarsins þá hefur mér fundist eins og við eigum möguleika á því að ná þessu [fernunni]. Eftir riðlakeppnina í þessari keppni þá hugsaði ég: „Já, okei. Við erum að fara að vinna Meistaradeildina í ár.“ Að lokum var Salah spurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki stóð á svörum hjá Egyptanum, enda þurftu leikmenn Liverpool að sætta sig við tap í úrslitaleiknum árið 2018 gegn Real Madrid þar sem Salah þurfti að fara meiddur af velli. „Ég vil spila á móti Real Madrid,“ sagði Salah að lokum. Mo wants another shot 🔄 pic.twitter.com/N6HA3AgG7A— B/R Football (@brfootball) May 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool er á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. 3. maí 2022 20:53