Luis Díaz snéri leiknum á hvolf og breytti öllu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2022 10:00 Luis Díaz kom til bjargar í hálfleik eftir skelfilegan hálfleik Liverpool liðsins á móti Villarreal og sá öðrum fremur til þess að liðið fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Alberto Saiz Innkoma Luis Díaz gerbreytti öllu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það sést vel á tölfræði leiksins. Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Kaup Liverpool á Luis Díaz í janúar ætla heldur betur að vera félaginu gæfusöm en enn eitt dæmið um það kom í undanúrslitaleiknum á móti Villarreal í gær. Með krafti sínum, hraða, vinnusemi og yfirferð þá kemur þessi 25 ára Kólumbíumaður flestum vörnum í vandræði og það sannaðist enn og aftur í gærkvöldi. First half: 2 shots 0 shots on target 0 goals 2 take-ons completed 49% possessionSecond half: 13 shots 5 shots on target 3 goals 9 take-ons completed 64% possessionLuis Díaz turned the game on its head. #UCL— Squawka (@Squawka) May 3, 2022 Luis Díaz þurfti að sætta sig við að byrja á varamannabekknum en spænska liðið keyrði yfir Liverpool í fyrri hálfleiknum og komst í 2-0. Staðan var því orðin 2-2 samanlagt og sæti í úrslitaleiknum í hættu. Jürgen Klopp átti hins vegar ás upp í erminni og hann sendi Luis Díaz inn á völlinn í hálfleik. Díaz leysti þar af Diogo Jota. Liverpool skoraði þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Liverpool hafði aðeins náð tveimur skotum í öllum fyrri hálfleiknum en náði átta skotum á fyrstu 25 mínútunum eftir að Luis Díaz kom inn á völlinn. Díaz skoraði eitt af þessum þremur mörkum en innkoma hans hreinlega sneri leiknum á hvolf. Það sést vel á allri tölfræði eins og í þessu grafi hér fyrir neðan yfir sóknarógnum liðanna í leiknum. 2-3 - All five of Villarreal's shots tonight came in the first half, while 13 of Liverpool's 15 efforts came in the second half. Díaz. pic.twitter.com/FIzYLjVNoV— OptaJoe (@OptaJoe) May 3, 2022 Villarreal var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum en eftir að Díaz mætti inn á grasið tók Liverpool yfir leikinn. Liverpoool átti þrettán af fimmtán skotum sínum eftir að Klopp setti Kólumbíumanninn inn á völlinn. Luis Díaz átti sjálfur fjögur skot og reyndi fjórum sinnum að taka menn á í þessum hálfleik. Það var tvöfalt meira en allt liðið hans gerði í öllum fyrri hálfleiknum. Luis Díaz's game by numbers vs. Villarreal:45 minutes100% take-ons completed90% pass accuracy4 touches in the opp. box4 take-ons completed (=most)4 shots (most)3 x possession won1 goalGAME. CHANGER. pic.twitter.com/q4sNY0FJ4x— Squawka (@Squawka) May 3, 2022
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira