Framsóknarflokkurinn í Reykjavík kynnti í dag málefnaáherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor í Höfuðstöðinni í Ártúnsbrekku. Meðal málefnaáherslna eru húsnæðismál, samgöngumál og hagsmunir barna.
Lesa má helstu stefnumál Framsóknar í Reykjavík hér að neðan.
Húsnæðismál eru velferðarmál
- Við í Framsókn viljum húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum.
- Við viljum byggja meira, hraðar og fjölbreyttara. Markmiðið er 3000 íbúðir á ári.
- Við viljum þétta byggð þar sem innviðir leyfa og í aukinni sátt við íbúa.
- Við viljum byggja nýtt hverfi að Keldum og auka byggð í Úlfarsárdal.
Samgöngumál
- Við í Framsókn viljum tryggja framgang Samgöngusáttmálans.
- Við í Framsókn viljum öfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu.
- Við í Framsókn viljum öfluga uppbyggingu hjóla- og göngustíga og styðjum deilihagkerfi í samgöngum.
- Við í Framsókn viljum flýta Sundabraut.
- Við í Framsókn viljum endurvekja næturstrætó.
Hagsmunir barnanna okkar eru hagsmunir framtíðarinnar
- Við í Framsókn viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur.
- Við í Framsókn viljum að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó og að börn yngri en 18 ára fái ókeypis í sund.
- Við í Framsókn viljum eyða biðlistum eftir leikskólaplássum og auka sveigjanleika í opnunartíma án þess að lengja skóladag barna.
Menning og listir eru lífsgæði
- Við í Framsókn viljum efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum og efla menningar- og listahátíðir í Reykjavík.
Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar
- Við í Framsókn viljum lækka fasteignagjöld á fyrirtæki og styðja við frumkvöðla-, nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki innan borgarmarkanna.
Það á að vera gott að eldast í Reykjavík
- Við í Framsókn viljum bæta stuðning við eldra fólk þannig að það geti búið sem lengst heima.
- Við viljum fjölga valkostum í matarþjónustu fyrir eldra fólk.