Úkraínuforseti segir að Rússum verði refsað fyrir dómstólum og á vígvellinum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 20:31 Rússar hafa beint spjótum sínum að Azovstal að undanförnu, síðasta vígi Úkraínumanna í Mariupol. AP Photo/Alexei Alexandrov Rússar hafa haldið uppi sprengjuárásum á Azov stáliðjuverið í þrjá sólarhringa samfleytt og komið í veg fyrir að fleiri óbreyttir borgarar komist þaðan. Úkraínuforseti segir Rússa verða látna svara fyrir glæpi sína fyrir dómstólum og á vígvellinum en hann ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Stríðinu í Úkraínu er langt í frá lokið. Það er barist af mikilli hörku í Donbas héraði sem Rússar vilja kljúfa frá landinu. Herforingi Úkraínumanna í Azov stáliðjuverinu í Mariupol þar sem fjöldi óbreyttra borgara hefst enn við segir Rússa hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á verið. Sviatoslav Palamar aðstoðar yfirmaður Úkraínuhers í stáliðjuverinu segir aðstæður þar hryllilegar. Myndir af sprengjum sem féllu á Azovstal.AP/Donetsk People's Republic Interior Ministry „Varnarlið borgarinnar hefur nú barist í 71 dag við ofurefli óvinahersins. Liðsmenn sýna slíka þrautseigju og hetjuskap að gervöll Úkraína þarf að vita hvað felst í því að sýna föðurlandinu hollustu,“ sagði Palamar í myndbandsávarpi sem sent var úr verinu. Enn á ný hafi Rússar svikið loforð um hlé á árásum og öruggan brottflutning fólks sem hafist við í kjöllurum og neðanjarðargögnum stáliðjuversins. „Við biðlum til þjóða heims að veita aðstoð við brottflutning borgara og ég bið foringja á vettvangi lengstra orða að annast vel um særða hermenn sem heyja dauðastríð sitt í angist. Nauðsynlegt er að fá tækifæri til að sækja lík hermanna svo Úkraínumenn geti kvatt hetjurnar sínar,“ sagði Palamar. Rússar brjóti allar siðareglur, sáttmála og lög og gangi milli bols og höfuðs á bæði hermönnum og óbreyttum borgurum. Zelenskyy mun ávarpa Alþingi Íslendinga á morgun.AP/Ukrainian Presidential Press Office Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að þótt nokkrar bandalagsþjóðir NATO hafi stutt Úkraínumenn dyggilega hafi bandalagið sjálft ekki þorað að styðja landið af ótta við Rússa. Þeir óttist hins vegar ekki Rússa. Úkraínumenn þurfi meira af vestrænum vopnum, skriðdreka og eldflaugaskotpalla. „Við getum ekki lengur treyst á hergögn frá tímum Sovétríkjanna í Úkraínu. Það er algjörlega útilokað,“ segir utanríkisráðherrann. Volodymyr Zelenskyy forseti ávarpar Alþingi Íslendinga á morgun. Hann segir Rússa halda uppi stöðugum árásum á fjölmargar borgir í austur og suðurhluta landsins. „Menn munu svara til saka fyrir alla þessa glæpi, bæði lögformlega og á vígvellinum,“ segir Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira