Loftslagsbreytingar ógna tilvist keisaramörgæsarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 13:36 Keisaramörgæsapar með unga sínum við Weddel-haf á Suðurskautslandinu. Vísir/Getty Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsartegund á jörðinni, er í bráðri hættu á að deyja út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum vegna loftslagsbreytinga. Stofnun hefur þegar orðið fyrir miklum áföllum vegna hops hafíssins við Suðurskautslandið. Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á. Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á.
Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44