Jón Stefán: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Sverrir Mar Smárason skrifar 8. maí 2022 16:35 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA, mega vera ánægðir með stigin þrjú í dag. Mynd/Þór/KA Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er. Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er.
Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki