Engin ástæða til að mótmæla æðarræktinni Snorri Másson og Eiður Þór Árnason skrifa 8. maí 2022 23:48 Hildur Steinþórsdóttir arkitekt og Rúna Thors hönnuður. Vísir Hönnunarmars, stærsta hönnunarhátíð landsins, lauk í dag eftir litríka viku í Reykjavík þar sem framsækin hönnun hefur verið til sýnis og allar helstu nýjungar. Rúmlega hundrað sýningar hafa verið á dagskrá hátíðarinnar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og leit Snorri Másson fréttamaður við á Tilraun – Æðarrækt, sem er þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna. Verkefnið hófst árið 2019 og eru listamennirnir á sýningunni með fjölbreyttan bakgrunn í myndlist, hönnun, sviðslistum, tónlist og arkitektúr. Þátttakendur kynntu sér æðarvörp og fóru í ferðir um allt land til að kynna sér æðarræktina. „Það er talað um að það séu sirka 350 svæði alls staðar á landinu. Þetta var áður í Skandinavíu en ekki lengur svo þetta er svolítið sérstakt hér,“ segir Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og einn sýningarstjóra. Æðarvarpið hefst í lok maí og stendur í um það bil mánuð fram í júní. „Æðabændurnir eru 24 tíma á vakt og eru að vernda fuglinn á fullu,“ bætir Hildur við en sýningin fer fram í Hvelfingunni í Norræna húsinu. Þar má meðal annars sjá og snerta æðadún sem er mjög verðmæt vara í ljósi lítils framboðs og að hann er eitt best einangrandi efni sem fyrirfinnst. Á sýningunni má til að mynda sjá æðardún sem kostar í kringum 350 þúsund krónur. Ekki sambærilegt gæsarækt Aðstandendur sýningarinnar segja grundvallarmun á æðarrækt og gæsarækt en ólíkt gæsum reita æðarfuglar dún sinn sjálfir. Aukin umræða hefur verið um aðstæður gæsa sem ræktaðar eru fyrir dún þeirra og til að mynda hefur fataframleiðandinn Canada Goose, sem selur vinsælan vetrarklæðnað með slíkri einangrun, þurft að glíma við mótmælendur og aukna gagnrýni. „Þetta er allt annað. Þarna verður ákveðin hormónabreyting þegar kollan situr á eggjum til þess að ná að hita frá bringunni yfir á eggin og til að halda eggjunum heitum og það er enginn maður að plokka dún af fuglinum heldur er fuglinn varinn af manninum,“ segir Rúna Thors, hönnuður og einn sýningarstjóra. Um sé að ræða mjög gott samband manns og fugls. „Þeir eru vinir í rauninni. Maðurinn talar við fuglinn, ver hann gegn vargi og fuglinn kemur aftur til sama bóndans ár eftir ár,“ segir Hildur. Þær segja báðar að Hönnunarmars skipti miklu máli fyrir Íslendinga og alla sem komi nálægt hönnun. „Þetta er auðvitað bara árshátíð hönnuða á Íslandi ég vona að allir þekki þessa hátíð og komi aftur að ári,“ segir Hildur. Áfram verður hægt að skoða sýninguna Tilraun – Æðarrækt í Hvelfingu í Norræna húsinu fram til 31. júlí næstkomandi. HönnunarMars Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Rúmlega hundrað sýningar hafa verið á dagskrá hátíðarinnar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og leit Snorri Másson fréttamaður við á Tilraun – Æðarrækt, sem er þverfagleg sýning um sjálfbært sambýli æðarfugla og manna. Verkefnið hófst árið 2019 og eru listamennirnir á sýningunni með fjölbreyttan bakgrunn í myndlist, hönnun, sviðslistum, tónlist og arkitektúr. Þátttakendur kynntu sér æðarvörp og fóru í ferðir um allt land til að kynna sér æðarræktina. „Það er talað um að það séu sirka 350 svæði alls staðar á landinu. Þetta var áður í Skandinavíu en ekki lengur svo þetta er svolítið sérstakt hér,“ segir Hildur Steinþórsdóttir, arkitekt og einn sýningarstjóra. Æðarvarpið hefst í lok maí og stendur í um það bil mánuð fram í júní. „Æðabændurnir eru 24 tíma á vakt og eru að vernda fuglinn á fullu,“ bætir Hildur við en sýningin fer fram í Hvelfingunni í Norræna húsinu. Þar má meðal annars sjá og snerta æðadún sem er mjög verðmæt vara í ljósi lítils framboðs og að hann er eitt best einangrandi efni sem fyrirfinnst. Á sýningunni má til að mynda sjá æðardún sem kostar í kringum 350 þúsund krónur. Ekki sambærilegt gæsarækt Aðstandendur sýningarinnar segja grundvallarmun á æðarrækt og gæsarækt en ólíkt gæsum reita æðarfuglar dún sinn sjálfir. Aukin umræða hefur verið um aðstæður gæsa sem ræktaðar eru fyrir dún þeirra og til að mynda hefur fataframleiðandinn Canada Goose, sem selur vinsælan vetrarklæðnað með slíkri einangrun, þurft að glíma við mótmælendur og aukna gagnrýni. „Þetta er allt annað. Þarna verður ákveðin hormónabreyting þegar kollan situr á eggjum til þess að ná að hita frá bringunni yfir á eggin og til að halda eggjunum heitum og það er enginn maður að plokka dún af fuglinum heldur er fuglinn varinn af manninum,“ segir Rúna Thors, hönnuður og einn sýningarstjóra. Um sé að ræða mjög gott samband manns og fugls. „Þeir eru vinir í rauninni. Maðurinn talar við fuglinn, ver hann gegn vargi og fuglinn kemur aftur til sama bóndans ár eftir ár,“ segir Hildur. Þær segja báðar að Hönnunarmars skipti miklu máli fyrir Íslendinga og alla sem komi nálægt hönnun. „Þetta er auðvitað bara árshátíð hönnuða á Íslandi ég vona að allir þekki þessa hátíð og komi aftur að ári,“ segir Hildur. Áfram verður hægt að skoða sýninguna Tilraun – Æðarrækt í Hvelfingu í Norræna húsinu fram til 31. júlí næstkomandi.
HönnunarMars Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“