Súla drapst við Kasthústjörn Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2022 10:04 Súlan mætti á Álftanesið á föstudaginn, settist við Kasthústjörn þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf og var þá greinilega fárveik. gunnsteinn ólafsson Íbúi á Álftanesi telur ekki ólíklegt að súlan hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu sem nú geisar og vonar að smit berist ekki í hundruð fugla sem þarna koma. Gunnsteinn Ólafsson tónskáld með meiru birti mynd á Facebook-síðu sinni af súlu sem settist við Kasthústjörn á Álftanesi, hvar mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er, á föstudag og var greinilega fárveik. „Hún húkti í grasinu og beið örlaga sinna. Í morgun var hún dauð,“ segir Gunnsteinn. Í morgun var súlan steindauð. Gunnsteinn óttast að hún hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu.Gunnsteinn Ólafsson Alvarleg fuglaflensa geisar á Íslandi Eins og fram hefur komið geisar alvarleg og bannvæn fuglaflensa á Íslandi. Í síðasta mánuði sýndu vefmyndavélar í Eldey dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi. Óttuðust menn að komin væri fuglaflensa í stofninn og sagði Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við HÍ, að vont væri ef fuglaflensusmit bærist í fuglahópa svo sem sjófuglum sem verpa þétt og er því þar um að ræða kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast. Um miðjan mánuð var svo flensan staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi; heiðargæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju. Síðan hafa fleiri smit greinst og viðbúnaðarstig hjá MAST vegna flensunnar. MAST áhugalaust um dauða súlunnar Gunnsteinn er þó ekki allskostar ánægður með einmitt viðbrögðin hjá MAST. „Þetta er annað tilfellið á tveimur árum þar sem súla ber beinin við tjörnina. Í báðum tilfellum var haft samband við MAST en engin viðbrögð sýnileg. Gunnsteinn Ólafsson furðar sig á því að MAST sinni ekki tilkynningu um dauða súlu á Álftanesi.úr einkasafni Vonandi berst ekki sýking í aðra fugla sem dvelja hundruðum saman við tjörnina, þar á meðal fjöldi margæsa á leið norður yfir Grænlandsjökul.“ Gunnsteinn sendi þrjár tilkynningar um hina veikluðu súlu sem þá drapst til MAST. Hann segist aðspurður vitaskuld ekki geta fullyrt um það hvort það var elli eða flensa sem dró súluna til dauða. „Hef ekki hugmynd um hvað var að henni en fyrst hún bar sig svona aumlega, fór ekki þótt að henni væri gengið var greinilegt að ekki væri allt með felldu. Taldi rétt að láta vita af þessu og gerði ráð fyrir að MAST myndi bruna á staðinn,“ segir Guðsteinn sem enn býður viðbragða. Dýraheilbrigði Garðabær Fuglar Tengdar fréttir Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. 3. maí 2022 16:54 Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Gunnsteinn Ólafsson tónskáld með meiru birti mynd á Facebook-síðu sinni af súlu sem settist við Kasthústjörn á Álftanesi, hvar mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er, á föstudag og var greinilega fárveik. „Hún húkti í grasinu og beið örlaga sinna. Í morgun var hún dauð,“ segir Gunnsteinn. Í morgun var súlan steindauð. Gunnsteinn óttast að hún hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu.Gunnsteinn Ólafsson Alvarleg fuglaflensa geisar á Íslandi Eins og fram hefur komið geisar alvarleg og bannvæn fuglaflensa á Íslandi. Í síðasta mánuði sýndu vefmyndavélar í Eldey dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi. Óttuðust menn að komin væri fuglaflensa í stofninn og sagði Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við HÍ, að vont væri ef fuglaflensusmit bærist í fuglahópa svo sem sjófuglum sem verpa þétt og er því þar um að ræða kjöraðstæður fyrir veiruna að dreifast. Um miðjan mánuð var svo flensan staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi; heiðargæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju. Síðan hafa fleiri smit greinst og viðbúnaðarstig hjá MAST vegna flensunnar. MAST áhugalaust um dauða súlunnar Gunnsteinn er þó ekki allskostar ánægður með einmitt viðbrögðin hjá MAST. „Þetta er annað tilfellið á tveimur árum þar sem súla ber beinin við tjörnina. Í báðum tilfellum var haft samband við MAST en engin viðbrögð sýnileg. Gunnsteinn Ólafsson furðar sig á því að MAST sinni ekki tilkynningu um dauða súlu á Álftanesi.úr einkasafni Vonandi berst ekki sýking í aðra fugla sem dvelja hundruðum saman við tjörnina, þar á meðal fjöldi margæsa á leið norður yfir Grænlandsjökul.“ Gunnsteinn sendi þrjár tilkynningar um hina veikluðu súlu sem þá drapst til MAST. Hann segist aðspurður vitaskuld ekki geta fullyrt um það hvort það var elli eða flensa sem dró súluna til dauða. „Hef ekki hugmynd um hvað var að henni en fyrst hún bar sig svona aumlega, fór ekki þótt að henni væri gengið var greinilegt að ekki væri allt með felldu. Taldi rétt að láta vita af þessu og gerði ráð fyrir að MAST myndi bruna á staðinn,“ segir Guðsteinn sem enn býður viðbragða.
Dýraheilbrigði Garðabær Fuglar Tengdar fréttir Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. 3. maí 2022 16:54 Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir. 3. maí 2022 16:54
Fuglar um allt land detta dauðir niður Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 25. apríl 2022 18:32