Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 10:23 Ferdinand „Bongbong“ Marcos á kjörstað á Filippseyjum í morgun. Vísir/EPA Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Skoðanakannanir hafa sýnt Marcos með meira en þrjátíu prósentustiga forskot á næsta keppinaut sinn, Leni Robredo, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talning hefst um leið og kjörstöðum verður lokað í kvöld og gæti línur skýrst fljótlega eftir það. Endanleg úrslit gætu þó ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga líkt og gerðist í kosningunum árið 2016. Þrjátíu og sex ár eru frá því að Marcos eldri, föður Marcos, var hrakinn úr embætti í fjöldamótmælum almennings. Hann hafði þá ríkt sem einræðisherra í tvo áratugi. Í nærri helming þess tíma giltu herlög í landinu og lét forsetinn handtaka, pynta og myrða fjölda fólks á þeim tíma. Einnig er kosið til varaforseta, beggja deilda þingsins og þúsunda embætta víðsvegar um eyjaklasann. Varaforsetaefni Marcos er Sara Duterte, dóttir fráfarandi forseta Rodrigo Duterte. Sá hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnagengjum í forsetatíð sinni sem hefur sætt alþjóðlegri fordæmingu. Marcos hefur verið gagnrýndur fyrir tilraunir til að hvítþvo ímynd föður síns og fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan er talin hafa komið allt að tíu milljörðum dollara af opinberu fé úr landi þegar Marcos eldri hrökklaðist frá völdum. Filippseysk stjórnvöld reyna enn að endurheimta féð. Filippseyjar Tengdar fréttir Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt Marcos með meira en þrjátíu prósentustiga forskot á næsta keppinaut sinn, Leni Robredo, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talning hefst um leið og kjörstöðum verður lokað í kvöld og gæti línur skýrst fljótlega eftir það. Endanleg úrslit gætu þó ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga líkt og gerðist í kosningunum árið 2016. Þrjátíu og sex ár eru frá því að Marcos eldri, föður Marcos, var hrakinn úr embætti í fjöldamótmælum almennings. Hann hafði þá ríkt sem einræðisherra í tvo áratugi. Í nærri helming þess tíma giltu herlög í landinu og lét forsetinn handtaka, pynta og myrða fjölda fólks á þeim tíma. Einnig er kosið til varaforseta, beggja deilda þingsins og þúsunda embætta víðsvegar um eyjaklasann. Varaforsetaefni Marcos er Sara Duterte, dóttir fráfarandi forseta Rodrigo Duterte. Sá hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnagengjum í forsetatíð sinni sem hefur sætt alþjóðlegri fordæmingu. Marcos hefur verið gagnrýndur fyrir tilraunir til að hvítþvo ímynd föður síns og fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan er talin hafa komið allt að tíu milljörðum dollara af opinberu fé úr landi þegar Marcos eldri hrökklaðist frá völdum. Filippseysk stjórnvöld reyna enn að endurheimta féð.
Filippseyjar Tengdar fréttir Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent