Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 10:23 Ferdinand „Bongbong“ Marcos á kjörstað á Filippseyjum í morgun. Vísir/EPA Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Skoðanakannanir hafa sýnt Marcos með meira en þrjátíu prósentustiga forskot á næsta keppinaut sinn, Leni Robredo, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talning hefst um leið og kjörstöðum verður lokað í kvöld og gæti línur skýrst fljótlega eftir það. Endanleg úrslit gætu þó ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga líkt og gerðist í kosningunum árið 2016. Þrjátíu og sex ár eru frá því að Marcos eldri, föður Marcos, var hrakinn úr embætti í fjöldamótmælum almennings. Hann hafði þá ríkt sem einræðisherra í tvo áratugi. Í nærri helming þess tíma giltu herlög í landinu og lét forsetinn handtaka, pynta og myrða fjölda fólks á þeim tíma. Einnig er kosið til varaforseta, beggja deilda þingsins og þúsunda embætta víðsvegar um eyjaklasann. Varaforsetaefni Marcos er Sara Duterte, dóttir fráfarandi forseta Rodrigo Duterte. Sá hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnagengjum í forsetatíð sinni sem hefur sætt alþjóðlegri fordæmingu. Marcos hefur verið gagnrýndur fyrir tilraunir til að hvítþvo ímynd föður síns og fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan er talin hafa komið allt að tíu milljörðum dollara af opinberu fé úr landi þegar Marcos eldri hrökklaðist frá völdum. Filippseysk stjórnvöld reyna enn að endurheimta féð. Filippseyjar Tengdar fréttir Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Skoðanakannanir hafa sýnt Marcos með meira en þrjátíu prósentustiga forskot á næsta keppinaut sinn, Leni Robredo, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talning hefst um leið og kjörstöðum verður lokað í kvöld og gæti línur skýrst fljótlega eftir það. Endanleg úrslit gætu þó ekki legið fyrir fyrr en eftir nokkra daga líkt og gerðist í kosningunum árið 2016. Þrjátíu og sex ár eru frá því að Marcos eldri, föður Marcos, var hrakinn úr embætti í fjöldamótmælum almennings. Hann hafði þá ríkt sem einræðisherra í tvo áratugi. Í nærri helming þess tíma giltu herlög í landinu og lét forsetinn handtaka, pynta og myrða fjölda fólks á þeim tíma. Einnig er kosið til varaforseta, beggja deilda þingsins og þúsunda embætta víðsvegar um eyjaklasann. Varaforsetaefni Marcos er Sara Duterte, dóttir fráfarandi forseta Rodrigo Duterte. Sá hefur háð blóðugt stríð gegn fíkniefnagengjum í forsetatíð sinni sem hefur sætt alþjóðlegri fordæmingu. Marcos hefur verið gagnrýndur fyrir tilraunir til að hvítþvo ímynd föður síns og fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan er talin hafa komið allt að tíu milljörðum dollara af opinberu fé úr landi þegar Marcos eldri hrökklaðist frá völdum. Filippseysk stjórnvöld reyna enn að endurheimta féð.
Filippseyjar Tengdar fréttir Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17