Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 11:06 Eyþór, Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni sinni á Eurovision sviðinu á dögunum. EBU Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01
Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11
Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38