Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 14:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reynir að slá á áhyggjuraddir íbúa í Laugardalnum og tjáir sig í fjölmennum íbúahópi á Facebook í dag. Ármann og Þróttur eiga að fá Laugardalshöll út af fyrir sig ef marka má orð borgarstjóra. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst. Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu. Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira