Oddvitaáskorunin: Plötuðu vin í LARP en skemmtu sér konunglega Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2022 12:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Friðrik Sigurbjörnsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Friðrik Sigurbjörnsson og er forseti bæjarstjórnar og oddviti D-listans í Hveragerði. Ég bjó fyrstu árin mín í Cleveland í Bandaríkjunum en er kominn af „frumbyggjum“ Hveragerðis og alinn upp eftir Bandaríkjadvölina í Fagrahvammi í Hveragerði. Ég er giftur Sunnu Siggeirsdóttur og við eigum púðluna Heiðrúnu Huld, 9 að verða 10 ára, og börnin Ragney Þóru, 6 að verða 7 ára, og Sigurbjörn, 8 að verða 9 ára. Ég útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni 2008 og fór síðan til Danmerkur í Íþróttalýðháskólann í Sönderborg í eitt ár. Síðan kláraði ég B.Sc í Mannvistarlandfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ég hef starfað í ferðaþjónustu mest allan minn starfsferil. Hóf ferilinn á Hótel Valhöll á Þingvöllum, en lengst af hjá Kynnisferðum og nú hjá Bláa Lóninu. Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hef ég átt sæti í skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni, stjórn Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga, sæti í Stafrænu ráð sveitarfélaga, varamaður í stjórn Markaðsstofu Suðurlands, verið formaður Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðisbæjar og verið bæði formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. Þá er ég einnig gjaldkeri Frisbígolffélags Hveragerðis og formaður badmintonnefndar HSK. Síðustu fjögur ár hef ég fengið tækifæri til að starfa í þágu bæjarbúa Hveragerðisbæjar, það hefur gengið vel í Hveragerði á þeim tíma og ég vil að við höldum áfram að gera Hveragerði að besta stað á landinu til að búa á. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir staðir á landinu sem mér þykja fallegir, við fjölskyldan förum mikið á Kirkjubæjarklaustur og þykir mér fallegt allt þar um kring en Hveragerði er auðvitað fallegasti staður á landinu. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Hitinn eða hitaleysið í sundlauginni hefur farið mjög í taugarnar á mér í vetur, það er kannski ekki lítilvægt en er pirrandi. Það stendur þó til bóta, þar sem verið er að leggja nýjar lagnir sem vonandi lagar vandamálið. Annars er Hveragerði fullkominn staður. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mörgum gæti þótt það skrýtið, en ég spila stöku sinnum Counter-Strike: Global Offensive á kvöldin með æsku félögum mínum og öðrum vinum úr Hveragerði, ég á þar mínar góðu stundir og mínar slæmu stundir. Félagsskapurinn er góður og það er gott að viðhalda vinskapnum með þessum hætti. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Úff, veit ekki hvort ég eigi að segja frá því. En síðasta sumar flaug ég á Ísafjörð til að vera viðstaddur brúðkaup vina okkar. Meðan ég beið eftir að Sunna, eiginkona mín, og börn myndu sækja mig skellti ég mér á Dokkuna og fékk mér þar 2-3 bjóra, enda afskaplega góðir bjórarnir á Dokkunni, og hlustaði á tónleika sem þar voru. Síðan komu þau að sækja mig og ég fór út á miðjum tónleikum framhjá fullt af fólki með töskuna mína og settist upp í bíl og við keyrðum af stað, Sunna var að sjálfsögðu undir stýri. Síðan erum við komin alla leið í Súðavík, þar sem við eigum sumarhús, að við sjáum lögregluna með blá ljós blikkandi fyrir aftan okkur og þau stöðva okkur. Þá kemur í ljós að einhver hafði tilkynnt um mann sem hafði verið að drekka bjór á Dokkunni og hann hafði sést stíga uppí bíl og keyra í burtu. Okkur þótti þetta öllum frekar spaugilegt, Sunna þurfti að blása og síðan héldum við áfram upp götuna í húsið okkar. Hvað færðu þér á pizzu? Það er Costco gaurinn á Hofland og Nr. 5 með Gilla sósu á Ölverk. Hvaða lag peppar þig mest? Time is running out með Muse. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég næ allavega nokkrum enþá. Göngutúr eða skokk? Hef aðeins verið að reyna að komast út að skokka, gengur ekki alveg nógu vel samt. Uppáhalds brandari? Tvær applesínur voru að ganga yfir brú þegar önnur þeirra dettur út í ánna, þá sagði hin sem stóð á brúnni. „Fljótur skerðu þig í báta“. Hvað er þitt draumafríi? Að fara með fjölskyldunni í frí þar sem við getum ferðast um og skoðað áhugaverða staði. Ég er ekki mikið fyrir sólarlandaferðir, en börnin vilja mjög fara til Tenerife. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var klárlega verra ár, upphafið af covid og atvinnumissir. Með 2021 komu ný og spennandi verkefni og síðan nýtt starf. Uppáhalds tónlistarmaður? Tónlistarmaðurinn Mika hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég hef gert ótal marga skrýtna hluti í gegnum ævina. En eitt það sem mér dettur í hug er frá menntaskóla árunum á Laugarvatni þegar við vinirnir tókum okkur til og plötuðum einn góðan vin okkar og sögðum honum að við værum alltaf að LARP‘a(Live action role play). Hann trúði okkur ekki í fyrstu, en við tókum síðan grínið lengra og lengra og vorum alltaf að skoða vefsíður með LARP dóti(Skikkjur, sverð og skildi t.d) þegar hann var nálægt og ræða um hvað síðasta LARP var geggjað. Eitt kvöldið tókum við þetta alla leið og fórum að LARP‘a og drógum hann með, við vissum ekkert hvað við vorum að gera, en við klæddum okkur allir uppí heimagerða búninga sem við bjuggum til, bjuggum allir til einhver nöfn og fórum að hlaupa um vistarnar í menntaskólanum og túnin og þykjast vera slást. Þetta var allt saman mjög fyndið og endaði síðan á því að vera ofboðslega skemmtilegt kvöld. Við rifjum þetta síðan enn reglulega upp þegar við félagarnir hittumst. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég myndi láta hann Nilla, Níels Thibaud Girerd, leika mig. Hann er algjör snillingur. Hefur þú verið í verbúð? Hvað er það? Djók, ég er líklega of ungur fyrir það. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru þeir enn í gangi? Ég hef ekki horft á þá þætti síðan ég var í menntaskóla. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Annaðhvort til Súðavíkur eða á Kirkjubæjarklaustur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Lollipop með Mika. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Friðrik Sigurbjörnsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Friðrik Sigurbjörnsson og er forseti bæjarstjórnar og oddviti D-listans í Hveragerði. Ég bjó fyrstu árin mín í Cleveland í Bandaríkjunum en er kominn af „frumbyggjum“ Hveragerðis og alinn upp eftir Bandaríkjadvölina í Fagrahvammi í Hveragerði. Ég er giftur Sunnu Siggeirsdóttur og við eigum púðluna Heiðrúnu Huld, 9 að verða 10 ára, og börnin Ragney Þóru, 6 að verða 7 ára, og Sigurbjörn, 8 að verða 9 ára. Ég útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni 2008 og fór síðan til Danmerkur í Íþróttalýðháskólann í Sönderborg í eitt ár. Síðan kláraði ég B.Sc í Mannvistarlandfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ég hef starfað í ferðaþjónustu mest allan minn starfsferil. Hóf ferilinn á Hótel Valhöll á Þingvöllum, en lengst af hjá Kynnisferðum og nú hjá Bláa Lóninu. Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hef ég átt sæti í skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni, stjórn Samtaka Sunnlenskra Sveitarfélaga, sæti í Stafrænu ráð sveitarfélaga, varamaður í stjórn Markaðsstofu Suðurlands, verið formaður Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðisbæjar og verið bæði formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. Þá er ég einnig gjaldkeri Frisbígolffélags Hveragerðis og formaður badmintonnefndar HSK. Síðustu fjögur ár hef ég fengið tækifæri til að starfa í þágu bæjarbúa Hveragerðisbæjar, það hefur gengið vel í Hveragerði á þeim tíma og ég vil að við höldum áfram að gera Hveragerði að besta stað á landinu til að búa á. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir staðir á landinu sem mér þykja fallegir, við fjölskyldan förum mikið á Kirkjubæjarklaustur og þykir mér fallegt allt þar um kring en Hveragerði er auðvitað fallegasti staður á landinu. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Hitinn eða hitaleysið í sundlauginni hefur farið mjög í taugarnar á mér í vetur, það er kannski ekki lítilvægt en er pirrandi. Það stendur þó til bóta, þar sem verið er að leggja nýjar lagnir sem vonandi lagar vandamálið. Annars er Hveragerði fullkominn staður. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Mörgum gæti þótt það skrýtið, en ég spila stöku sinnum Counter-Strike: Global Offensive á kvöldin með æsku félögum mínum og öðrum vinum úr Hveragerði, ég á þar mínar góðu stundir og mínar slæmu stundir. Félagsskapurinn er góður og það er gott að viðhalda vinskapnum með þessum hætti. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Úff, veit ekki hvort ég eigi að segja frá því. En síðasta sumar flaug ég á Ísafjörð til að vera viðstaddur brúðkaup vina okkar. Meðan ég beið eftir að Sunna, eiginkona mín, og börn myndu sækja mig skellti ég mér á Dokkuna og fékk mér þar 2-3 bjóra, enda afskaplega góðir bjórarnir á Dokkunni, og hlustaði á tónleika sem þar voru. Síðan komu þau að sækja mig og ég fór út á miðjum tónleikum framhjá fullt af fólki með töskuna mína og settist upp í bíl og við keyrðum af stað, Sunna var að sjálfsögðu undir stýri. Síðan erum við komin alla leið í Súðavík, þar sem við eigum sumarhús, að við sjáum lögregluna með blá ljós blikkandi fyrir aftan okkur og þau stöðva okkur. Þá kemur í ljós að einhver hafði tilkynnt um mann sem hafði verið að drekka bjór á Dokkunni og hann hafði sést stíga uppí bíl og keyra í burtu. Okkur þótti þetta öllum frekar spaugilegt, Sunna þurfti að blása og síðan héldum við áfram upp götuna í húsið okkar. Hvað færðu þér á pizzu? Það er Costco gaurinn á Hofland og Nr. 5 með Gilla sósu á Ölverk. Hvaða lag peppar þig mest? Time is running out með Muse. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ég næ allavega nokkrum enþá. Göngutúr eða skokk? Hef aðeins verið að reyna að komast út að skokka, gengur ekki alveg nógu vel samt. Uppáhalds brandari? Tvær applesínur voru að ganga yfir brú þegar önnur þeirra dettur út í ánna, þá sagði hin sem stóð á brúnni. „Fljótur skerðu þig í báta“. Hvað er þitt draumafríi? Að fara með fjölskyldunni í frí þar sem við getum ferðast um og skoðað áhugaverða staði. Ég er ekki mikið fyrir sólarlandaferðir, en börnin vilja mjög fara til Tenerife. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 var klárlega verra ár, upphafið af covid og atvinnumissir. Með 2021 komu ný og spennandi verkefni og síðan nýtt starf. Uppáhalds tónlistarmaður? Tónlistarmaðurinn Mika hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég hef gert ótal marga skrýtna hluti í gegnum ævina. En eitt það sem mér dettur í hug er frá menntaskóla árunum á Laugarvatni þegar við vinirnir tókum okkur til og plötuðum einn góðan vin okkar og sögðum honum að við værum alltaf að LARP‘a(Live action role play). Hann trúði okkur ekki í fyrstu, en við tókum síðan grínið lengra og lengra og vorum alltaf að skoða vefsíður með LARP dóti(Skikkjur, sverð og skildi t.d) þegar hann var nálægt og ræða um hvað síðasta LARP var geggjað. Eitt kvöldið tókum við þetta alla leið og fórum að LARP‘a og drógum hann með, við vissum ekkert hvað við vorum að gera, en við klæddum okkur allir uppí heimagerða búninga sem við bjuggum til, bjuggum allir til einhver nöfn og fórum að hlaupa um vistarnar í menntaskólanum og túnin og þykjast vera slást. Þetta var allt saman mjög fyndið og endaði síðan á því að vera ofboðslega skemmtilegt kvöld. Við rifjum þetta síðan enn reglulega upp þegar við félagarnir hittumst. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég myndi láta hann Nilla, Níels Thibaud Girerd, leika mig. Hann er algjör snillingur. Hefur þú verið í verbúð? Hvað er það? Djók, ég er líklega of ungur fyrir það. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump. Áttu eftir að sakna Nágranna? Eru þeir enn í gangi? Ég hef ekki horft á þá þætti síðan ég var í menntaskóla. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Annaðhvort til Súðavíkur eða á Kirkjubæjarklaustur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Lollipop með Mika.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira