Vaktin: Rúmlega fimm þúsund milljarða króna fjárstyrkur á leið til Úkraínu frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 11. maí 2022 06:41 Kona stendur við rústir hússi síns í bænum Pidhane í nágrenni Kænugarðs. Vísir/Getty Úkraínska gasfyrirtækið GTSOU segist þurfa að hætta að senda gas frá Rússlandi til Evrópu um eina af leiðslum sínum. Ástæðuna segir forstjóri fyrirtækisins vera inngrip rússneskra hersveita, sem hafa verið að beina gasinu til Donbas. Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Rússneski gasrisinn Gazprom segist hafa fengið tilkynningu frá Úkraínu um að gasflutningum um Sokhranivka-tenginguna yrði hætt nú í morgunsárið. Það væri hins vegar ómögulegt að beina gasinu um aðra tengistöð vestar, líkt og Úkraínumenn hefðu lagt til. Hingað til hafa átökin í Úkraínu ekki haft áhrif á flutning gass en um þriðjungur alls gass sem fer um Úkraínu á leið frá Rússlandi til Evrópu fer um Sokhranivka-tenginguna. Hversu mikið gas það er hefur ekki komið fram. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Aðrar vendingar: Selenskí Úkraínuforseti fagnaði því í ávarpi sínu í kvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefði samþykkt fjárveitingu upp á rúma fimm þúsund milljarða króna til styrktar Úkraínu. Úkraínumenn hafa í dag birt myndefni frá Austur-Úkraínu sem á að sýna stað þar sem Rússar reyndu á dögunum að ná fótfestu á árbakka sem Úkraínumenn stjórnuðu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að vilji Úkraínumanna til að eiga í viðræðum við Rússa fari þverandi. Hann minnki með hverju ódæði rússneskra hermanna gegn úkraínskum borgurum. Gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv-héraði virðist bera árangur. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt nokkra bæi úr höndum Rússa og harðir bardagar geisa um Kharkiv-borg. Neðri deild bandaríska þingsins hefur samþykkt að veita Úkraínu 39,8 milljarða dala í fjárhagsaðstoð. 368 greiddu atkvæði með frumvarpinu og 57 á móti. Enn er barist um Snákaeyju en Rússar eru ítrekað sagðir hafa freistað þess að styrkja stöðu sína á eyjunni. Bretar segja birgðaskip Rússa nú njóta takmarkaðrar verndar á Svartahafi, eftir að þeir hörfuðu í kjölfar þess að Moskvu var sökkt. Ef Rússum tækist hins vegar að ná Snákaeyju og koma upp vopnakerfum þar, gæti það tryggt þeim yfirráð yfir norðuvesturhluta hafsins. Og þess ber að geta að Úkraína komst áfram úr fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi en Rússum var neitað um þátttöku vegna innrásarinnar. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira