Oddvitáskorunin: Getur ómögulega þekkt fugla Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 19:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Dagný Kristinsdóttir leiðir lista Vini Mosfellsbæjar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Dagný Kristinsdóttir og er nýr oddviti Vina Mosfellsbæjar. Framboðið okkar er óháð íbúaframboð. Ég er fædd í Reykjavík, alin upp í Bolungarvík til 18 ára aldurs. Þá fluttum við til Reykjavíkur, mér fannst það frekar glataður staður og saknaði sár minna heimahaga. En allt venst og eftir að ég flutti í Mosó hef ég náð tengingum við sveitalífið, því það er gott að búa í Reykjahverfinu, umkringd skóginum, Varmánni og fellunum. Í grunnskóla var ég í bekk með stórkostlegu fólki, m.a. Valdimari Víðissyni oddvita Framsóknar í Hafnarfirði. Ég hef búið í Mosfellsbæ í 18 ár. Maðurinn er Haukur Örn Harðarson tölvunarfræðingur. Við eigum þrjú börn, Kristin Breka, Örnu og Tómas Orra. Kristinn á kærustu sem heitir Katha og Tómas á fjóra páfagauka. Ég er menntaður grunnskólakennari og starfaði sem slík í tæp 10 ár. Þá lá leið í framhaldsnám í stjórnun og útskrifaðist ég með MS gráðu í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og nú í febrúar lauk ég viðbótar diplómu í Opinberri stjórnsýslu. Ég starfaði sem deildarstjóri við yngri deild Varmárskóla og síðar sem kennslustjóri við Háskólann á Bifröst en í dag starfa ég sem skólastjóri Hvassaleitisskóla. Starf skólastjórnandans er afskaplega krefjandi en fyrst og síðast skemmtilegt og gefandi. Börn eru best, það er bara þannig. Ég hef haft afskipti af félagsstörfum, tekið hefðbundinn rúnt bekkjarfulltrúa og setu í foreldraráði leikskóla, ásamt starfi í þágu Aftureldingar. Fyrst innan badmintondeildar og síðar sem formaður félagsins. Ég geng mjög mikið og finnst það góð leið til að næra hugann og orkuna eftir daginn. Eitt árið setti ég mér það takmark að komast á topp Hvannadalshnúks, sem tókst og sannaði ég fyrir sjálfri mér að ég get allt sem ég ætla mér. Tækjasalir heilla mig ekki neitt. Eins hef ég dottið í púslmennsku og er yfirliett með eitt púsl í gangi, hverju sinni. Ferill minn í stjórnmálum er enginn og því er þetta svolítið stórt skref að stíga inn í sveitastjórnarmálin. Mitt helsta markmið er að gera mitt besta, hlusta á fólk og taka samtalið. Mín skoðun er sú að stjórnsýslan eigi að hlusta meira og vera lausnamiðaðri. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ætli það sé ekki heimabærinn, Bolungarvík. Þar er best að stinga sér í samband og hlaða batteríin. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég myndi gjarnan vilja að öll hverfi fái sömu umhirðu á sumrin. Það pirrar mig að grasið í mínu hverfi er slegið sjaldnar en við fjölfarnari leiðir. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég geri margt skrítið, bar þetta undir eiginmanninn sem fann ekki neitt. Ætli það sé ekki púslmennskan – en hún þykir orðið nokkuð eðilleg, sérstaklega eftir Covid. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Mín einu samskipti við lögregluna voru þau þegar ég flýtti mér aðeins of mikið niður Þröskulda, Steingrímsfjarðarmegin. Það var dýrt stefnumót, geri ráð fyrir að árshátíð embættisins hafi verið með veglegra móti, það árið. Sonur minn var með mér í bílnum og talar enn um þessi samskipti. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni,beikon, rauð lauk, rjómaost, piparost. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli það sé ekki: Ég ætla að skemmta mér með Albatross. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Alltof fáar. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég þyki segja lélega brandara og hafa skrítinn húmor. Þennan heyrði ég um daginn: Af hverju sitja Hafnfirðingar alltaf fremst í bíó? Þeir vilja vera fyrstir til að sjá myndina. Hvað er þitt draumafríi? Ég held að það væri á suðrænum slóðum, þó eru gönguferðir um Evrópu farnar að heilla. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorugt árið var slæmt í mínu lífi, en þau voru krefjandi. Árið 2020 var ár nýrra tækifæra og verkefna en árið í fyrra var meira krefjandi. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á engan einn uppáhalds, en Ed Sheeran gerir góða tónlist. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég geri skrítna hluti oft í viku, þannig að mér dettur ekki neitt sérstakt í hug. Ég er týpan sem segi eitthvað vandræðalegt, hlæ á vitlausum stöðum, dett á rassinn fyrir framan fullt af fólki o.s.frv. Mörgum finnst hins vegar skrítið og skemmtilegt, hversu týnd ég er þegar fuglaheiti eru annars vegar. Ég bara næ ekki að þekkja þá! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég er Bridget Jones týpa, seinheppin, hvatvís og lendi í alls kyns aðstæðum sem ég geri stólpagrín að. Þannig að Renée Zellweger yrði að sjá um þann leik. Hefur þú verið í verbúð? Nei, því miður, þegar ég vann í fiski fóru allir heim eftir vinnudaginn. Áhrifamesta kvikmyndin? Sú mynd sem hefur haft hvað mest áhrif er myndin, A star is born. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki fylgst með þeim síðan ég var unglingur. Er ekki bara tímabært að þeir fari að gera eitthvað annað? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég held að ég myndi flytja í Hafnarfjörð. Mér þykir bæjarstæðið sjarmerandi og vinalegt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki baun fyrir þetta lag en það er Hafið eða fjöllin eftir Sigga Björns. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Dagný Kristinsdóttir leiðir lista Vini Mosfellsbæjar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Dagný Kristinsdóttir og er nýr oddviti Vina Mosfellsbæjar. Framboðið okkar er óháð íbúaframboð. Ég er fædd í Reykjavík, alin upp í Bolungarvík til 18 ára aldurs. Þá fluttum við til Reykjavíkur, mér fannst það frekar glataður staður og saknaði sár minna heimahaga. En allt venst og eftir að ég flutti í Mosó hef ég náð tengingum við sveitalífið, því það er gott að búa í Reykjahverfinu, umkringd skóginum, Varmánni og fellunum. Í grunnskóla var ég í bekk með stórkostlegu fólki, m.a. Valdimari Víðissyni oddvita Framsóknar í Hafnarfirði. Ég hef búið í Mosfellsbæ í 18 ár. Maðurinn er Haukur Örn Harðarson tölvunarfræðingur. Við eigum þrjú börn, Kristin Breka, Örnu og Tómas Orra. Kristinn á kærustu sem heitir Katha og Tómas á fjóra páfagauka. Ég er menntaður grunnskólakennari og starfaði sem slík í tæp 10 ár. Þá lá leið í framhaldsnám í stjórnun og útskrifaðist ég með MS gráðu í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og nú í febrúar lauk ég viðbótar diplómu í Opinberri stjórnsýslu. Ég starfaði sem deildarstjóri við yngri deild Varmárskóla og síðar sem kennslustjóri við Háskólann á Bifröst en í dag starfa ég sem skólastjóri Hvassaleitisskóla. Starf skólastjórnandans er afskaplega krefjandi en fyrst og síðast skemmtilegt og gefandi. Börn eru best, það er bara þannig. Ég hef haft afskipti af félagsstörfum, tekið hefðbundinn rúnt bekkjarfulltrúa og setu í foreldraráði leikskóla, ásamt starfi í þágu Aftureldingar. Fyrst innan badmintondeildar og síðar sem formaður félagsins. Ég geng mjög mikið og finnst það góð leið til að næra hugann og orkuna eftir daginn. Eitt árið setti ég mér það takmark að komast á topp Hvannadalshnúks, sem tókst og sannaði ég fyrir sjálfri mér að ég get allt sem ég ætla mér. Tækjasalir heilla mig ekki neitt. Eins hef ég dottið í púslmennsku og er yfirliett með eitt púsl í gangi, hverju sinni. Ferill minn í stjórnmálum er enginn og því er þetta svolítið stórt skref að stíga inn í sveitastjórnarmálin. Mitt helsta markmið er að gera mitt besta, hlusta á fólk og taka samtalið. Mín skoðun er sú að stjórnsýslan eigi að hlusta meira og vera lausnamiðaðri. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ætli það sé ekki heimabærinn, Bolungarvík. Þar er best að stinga sér í samband og hlaða batteríin. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég myndi gjarnan vilja að öll hverfi fái sömu umhirðu á sumrin. Það pirrar mig að grasið í mínu hverfi er slegið sjaldnar en við fjölfarnari leiðir. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég geri margt skrítið, bar þetta undir eiginmanninn sem fann ekki neitt. Ætli það sé ekki púslmennskan – en hún þykir orðið nokkuð eðilleg, sérstaklega eftir Covid. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Mín einu samskipti við lögregluna voru þau þegar ég flýtti mér aðeins of mikið niður Þröskulda, Steingrímsfjarðarmegin. Það var dýrt stefnumót, geri ráð fyrir að árshátíð embættisins hafi verið með veglegra móti, það árið. Sonur minn var með mér í bílnum og talar enn um þessi samskipti. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni,beikon, rauð lauk, rjómaost, piparost. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli það sé ekki: Ég ætla að skemmta mér með Albatross. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Alltof fáar. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég þyki segja lélega brandara og hafa skrítinn húmor. Þennan heyrði ég um daginn: Af hverju sitja Hafnfirðingar alltaf fremst í bíó? Þeir vilja vera fyrstir til að sjá myndina. Hvað er þitt draumafríi? Ég held að það væri á suðrænum slóðum, þó eru gönguferðir um Evrópu farnar að heilla. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvorugt árið var slæmt í mínu lífi, en þau voru krefjandi. Árið 2020 var ár nýrra tækifæra og verkefna en árið í fyrra var meira krefjandi. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á engan einn uppáhalds, en Ed Sheeran gerir góða tónlist. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Ég geri skrítna hluti oft í viku, þannig að mér dettur ekki neitt sérstakt í hug. Ég er týpan sem segi eitthvað vandræðalegt, hlæ á vitlausum stöðum, dett á rassinn fyrir framan fullt af fólki o.s.frv. Mörgum finnst hins vegar skrítið og skemmtilegt, hversu týnd ég er þegar fuglaheiti eru annars vegar. Ég bara næ ekki að þekkja þá! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég er Bridget Jones týpa, seinheppin, hvatvís og lendi í alls kyns aðstæðum sem ég geri stólpagrín að. Þannig að Renée Zellweger yrði að sjá um þann leik. Hefur þú verið í verbúð? Nei, því miður, þegar ég vann í fiski fóru allir heim eftir vinnudaginn. Áhrifamesta kvikmyndin? Sú mynd sem hefur haft hvað mest áhrif er myndin, A star is born. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, hef ekki fylgst með þeim síðan ég var unglingur. Er ekki bara tímabært að þeir fari að gera eitthvað annað? Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég held að ég myndi flytja í Hafnarfjörð. Mér þykir bæjarstæðið sjarmerandi og vinalegt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skammast mín ekki baun fyrir þetta lag en það er Hafið eða fjöllin eftir Sigga Björns.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira