Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 11:01 Marcelo Pecci sérhæfði sig í að uppræta skipulagða glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygl og fjármögnun hryðjuverka. Vísir/EPA Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tveir byssumenn skutu Marcelo Pecci til bana á ferðamannaströndinni Barú, suður af borginni Cartagenu í Kólumbíu. Eiginkona hans, Claudia Aguilera, segir að hann hafi ekki fengið neinar hótanir í aðdraganda morðsins. Mennirnir tveir hafi nálgast þau á einkaströnd en síðan skotið hann. „Tveir menn réðust á Marcelo. Þeir komu á litlum bát eða sæþotu, sannast sagna sá ég það ekki vel,“ sagði Aguilera. Annar árásarmannanna hafi farið frá borði og skotið Pecci tvisvar, einu sinni í andlitið og einu sinni í bakið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ, lýsti árásinu sem „hugleysislegu morði“. Augusto Salas, starfsbróðir Pecci, segir að árásin virðist dæmigerð mafíuárás. Hann líti á árásina sem slíka þar til annað komi í ljós. Lögreglumenn frá Paragvæ eru komnir til Kólumbíu til að rannsaka morðið. Bandarísk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð sína við rannsóknina. Pecci sérhæfði sig í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, peningaþvætti, fíkniefnasmygli og fjármögnun hryðjuverka. Hann rak meðal annars mál gegn brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho sem var handtekinn fyrir að reyna að koma til Paragvæ á fölsuðu paragvæsku vegabréfi árið 2020. Sandra Quinonez, ríkissaksóknari Paragvæ, syrgir Pecci við líknesku af Maríu mey á skrifstofu sinni í gær.AP/Jorge Saenz
Paragvæ Kólumbía Tengdar fréttir Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37