Er gaman að búa í Kópavogi? Þórunn Björnsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:00 Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ævintýraheimur að flytjast í Kópavoginn 1960. Allt í kring voru nýbyggingar að rísa innan um litlu fallegu bústaðina sem hýstu fólk sem hafði hrakist úr Reykjavík þegar þar var hvergi húsaskjól að finna. Þetta var alvöru sjálfsbjargarfólk sem ræktaði sinn eigin garð og hjálpaðist að. Þetta var líka hugsjónafólk sem tókst með útsjónarsemi og ómældri sjálfboðavinnu að tryggja Kópavogi flest það sem prýða má einn bæ. Þau byggðu skóla, félagsheimili, kirkju, stofnuðu tónlistarskóla, skólalúðrasveit, gæsluvelli, bókasafn o.fl. Þegar bærinn fékk árið 1955 kaupstaðaréttindi var ákveðið að 1% af útsvarstekjum bæjarins skyldi renna til lista- og menningarráðs. Enda blómstraði menningin og metnaðaðurinn svo eftir var tekið. Kópavogsbúar voru t.d. stórtækari við kaup á glæsilegum listaverkum en öll nágrannasveitafélögin til samans. Alltaf var vandað til hátíðarhalda, hvort sem það var afmælisdagur bæjarins, þjóðhátíðardagurinn 17. Júní, vorhátíðir sem voru fastur liður um allan bæ eða sumardagurinn fyrsti. Nú í ár, í fyrsta skipti í 67 ár ákvað bæjarstjórn að fella niður hátíðarhöld í Kópavogi á sumardaginn fyrsta og heyrst hefur að bærinn ætli líka að snuða okkur um 17. júní og bjóða bara upp á litlar hverfishátíðir. Erum við virkilega svona lítil og tíkarleg? Þessir dagar eru nauðsynlegir til að tengja okkur Kópavogsbúa saman, Vatnsendann við Kársnesið, Smárann við Snælandið o.sfrv. Mig langar að eiga tækifæri að hitta alla gömlu vinina, samkennara og gamla nemendur í Kópavogi – ekki í nágrannasveitarfélögunum. Er þetta kannski of kostnaðarsamt fyrir bæinn? Naumt skammtað til lista og menningarstarfs Mér skilst að lista og menningarráð fái tæpar 30 milljónir til að styðja listalíf í bænum en það er aðeins tæpar 800 kr á mann. Er þetta ekki frekar aumkunarvert af sveitarfélagi sem telur sig til fyrirmyndar í rekstri? Getum við virkilega ekki gert betur? Sú var tíð eftir að Salurinn, tónlistarhús Kópavogs var tekinn í notkun, að öll grunnskólabörn fóru á tónleika a.m.k. tvisvar á ári. Allir áttu að finna að Salurinn var þeirra og þangað áttu þau erindi. Það var ekið reglulega með nemendur út um hvippinn og hvappinn í allskonar vettvangsferðir, heimsóknir á söfn og leikhús en allt þetta heyrir nú sögunni til. Bærinn telur sig ekki hafa efni á að splæsa í rútur. Menning er dýr fjárfesting en hún er ómetanleg og hún er gríðarlega stórt réttlætismál sem bæjaryfirvöldum ber að standa vörð um. Skólarnir eiga að fá tækifæri og fjármuni til að stuðla að jöfnuði barna og tryggja þeim öllum aðgengi að fjölbreyttum menningarviðburðum. Þá verður enn skemmtilegra að fara í skólann og örugglega skemmtilegra að búa í Kópavogi. Mikið vona ég að áherslurnar breytist með næstu bæjarstjórn. Vandið því valið á laugardaginn. Verum öll Vinir Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun