Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 19:02 Oddvitar þeirra níu flokka sem fengu kjörna borgarfulltrúa í síðustu kosningum og eiga möguleika á að ná inn fultrúum í kosningunum á laugardag mæta í kappræður með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18:55. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira