„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 06:30 Njarðvíkurkonur komu upp úr 1. deildinni og urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári. Vísir/Bára Dröfn Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild. „Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu. Subway-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
„Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu.
Subway-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira