„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Arnór Smárason fagnar Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að hafa lagt upp fyrir hann mark í gær. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu
Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira