„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Arnór Smárason fagnar Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að hafa lagt upp fyrir hann mark í gær. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu
Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira