Elska að spila með fyrirmyndunum: „Hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í landsliðið á sama tíma. vísir/vilhelm Tvær af ungu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins njóta þess að spila með eldri leikmönnum liðsins sem þær hafa litið lengi upp til. Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Jafnöldrurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir (fæddar 2001) komu báðar inn í landsliðið haustið 2019 og stimpluðu sig strax inn. Þær eru núna lykilmenn í íslenska liðinu sem er á leið á sitt fjórða Evrópumót í sumar. Þær Karólína og Sveindís bera eldri og reyndari leikmönnum íslenska liðsins afar vel söguna. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að sjá hvað þær eru frábærar. Þær eru frábærir karakterar og magnaðar íþróttamanneskjur,“ sagði Karólína. „Yngri kynslóðin er kannski með tæknilegu hliðina fram yfir eldri kynslóðina en það er magnað að horfa á þær og ekkert smá skemmtilegt að spila með þeim núna.“ Klippa: Karólína um fyrirmyndirnar Sveindís tekur í sama streng og Karólína og talar afar vel um eldri kynslóðina í íslenska liðinu. „Það er geðveikt. Þær eru líka frábærar persónur. Ég hélt það yrði miklu erfiðara að komast inn í þetta og kynnast þeim,“ sagði Sveindís. „Þær eru geðveikt skemmtilegar og hafa tekið vel á móti mér. Líka að æfa með þeim, það er ótrúlega hátt tempó á æfingum og maður vill ekki gera nein mistök. Þegar þú ert með góða leikmenn í kringum þig gengur alltaf miklu betur og maður lítur betur út.“ Klippa: Sveindís um fyrirmyndirnar Sveindís og Karólína léku saman með Breiðabliki sumarið 2020 og urðu Íslandsmeistarar með liðinu. Eftir tímabilið sömdu þær báðar við þýsk félög; Sveindís við Wolfsburg og Karólína við Bayern München. Þessi lið börðumst um þýska meistaratitilinn sem Sveindís og stöllur hennar unnu á endanum. Bayern varð hins vegar meistari á síðasta tímabili.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00 Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. 16. maí 2022 09:00
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. 3. maí 2022 09:00
Hlakkar til að spila á troðfullum Nývangi: „Þetta er klikkað“ Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að spila á hinum sögufræga Nývangi. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. 22. apríl 2022 11:31