Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2022 21:31 Flestir sem fréttastofa ræddi við á Akranesi segja holótta vegi stórt kosningamál. vísir Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra. Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira