Lögmaður mannanna staðfestir þetta í samtali við DV, sem greindi fyrst frá.
„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,“ segir Einar Oddur Sigurðsson lögmaður.
Þrítug kona kærði Aron Einar og Eggert Gunnþór fyrir gróft kynferðisofbeldi í lok síðasta árs en hún hafði áður birt færslu á Instagram í maí síðastliðnum þar sem hún sagði tvo ónefnda þjóðþekkta einstaklinga hafa nauðgað henni í útlöndum árið 2010.
Mennirnir hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu og sögðust þeirra reikna með því að málið yrði fellt niður þegar þeir stigu fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið.
Í síðasta mánuði steig Eggert Gunnþór til hliðar að ósk FH, en félagið hafði verið harðlega gagnrýnt fyrir að tefla honum fram í byrjunarliði sínu í Bestu deildinni á meðan hann sætti rannsókn lögreglu.
Aron Einar hefur haldið áfram að leika með liði sínu Al-Arabi í Katar en hann hefur ekki fengið að spila fyrir íslenska landsliðið síðan málið kom upp.
Konan sem kærði mennina hefur einn mánuð til að kæra ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara.