Fótbolti

Aron skoraði er Sirius hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Bjarnason í leik með Valsmönnum um árið.
Aron Bjarnason í leik með Valsmönnum um árið. Vísir/Hulda Margrét

Aron Bjarnason skoraði seinna mark Sirius er liðið vann 2-0 sigur gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron lék allan leikinn fyrir Sirius í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Elfsborg en var tekinn af velli þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka, en Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tíman á varamannabekk gestanna í Elfsborg.

Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks í leik dagsins, en heimamenn í Sirius tóku forystuna á 56. mínútu. Aðeins sjö mínútum síðar var Aron Bjarnason búinn að tvöfalda forystu liðsins og þar við sat.

Niðurstaðan varð 2-0 sigur Sirius og liðið er nú með 13 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Elfsborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×