Sonurinn aðeins spillt fyrir nætursvefninum Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2022 23:14 Einar segir að besta partýið verði hjá Framsóknarflokknum í nótt. Vísir Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum. „Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira