Sonurinn aðeins spillt fyrir nætursvefninum Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2022 23:14 Einar segir að besta partýið verði hjá Framsóknarflokknum í nótt. Vísir Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum. „Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira