Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 00:24 Anna Velychenko og Anzhela Bilenko telja að þetta sé einungis upphafið að sigurgöngu Úkraínu. Vísir Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“ Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01