„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“ Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 03:05 Skúli og Heiða segja það ekki skipta öllu máli hver verði borgarstjóri á næsta kjörtímabili. Stöð 2 Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg. „Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira