Framsókn sigurvegari á landsvísu Óttar Kolbeinsson Proppé og Samúel Karl Ólason skrifa 15. maí 2022 11:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. Framsóknar- og Sjálfstæðismenn fögnuðu ákaft þegar fyrstu tölur úr Reykjavík voru kynntar. Þær voru lýsandi fyrir endanlegar niðurstöður kosninganna. Þessir 23 fulltrúar náðu kjöri í Reykjavík.Visir Samfylking stendur áfram sem næststærsti flokkur borgarinnar með fimm menn en tapar tveimur frá síðustu kosningum. Píratar bæta við sig manni og ná þremur inn. Viðreisn tapar manni og nær enum inn og Vinstri græn halda sínum eina manni í borgarstjórn. Þessir flokkar mynduðu tólf manna meirihluta á síðasta kjörtímabili en ná aðeins 10 mönnum samanlagt nú og meirihlutinn því kolfallinn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli sem stærsti flokkur borgarinnar en tapar tveimur mönnum eins og Samfylking. Framsókn vinnur stórsigur og fer úr engum borgarfulltrúa í fjóra - orðinn þriðji stærsti flokkur borgarinnar. Sósíalistar bæta við sig manni og Flokkur fólksins heldur sínum. Í Hafnarfirði var mikil spenna og þó meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks haldi velli vinnur Samfylking stórsigur, bætir við sig tveimur mönnum og er orðinn jafn stór og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. Í Mosfellsbæ urðu stórtíðindi í gær þegar Farmsóknarflokkurinn, sem átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili náði fjórum mönnum inn og fékk flest atkvæði. Í Grindavík fellur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en Miðflokkur er orðinn stærsti flokkur bæjarins með þrjá fulltrúa. Í Hveragerði tapar Sjálfstæðisflokkur hreinum meirihluta sínum og nær aðeins tveimur mönnum inn. O-listinn er þar orðinn stærstur með þrjá menn. Á Akureyri bætir Bæjarlistinn við sig fulltrúa - nær þremur inn og er stærstur í bæjarstjórn. Hann er í lykilstöðu til að mynda meirihluta í bænum. Fyrir vestan falla meirihlutar Sjálfstæðisflokks í Bolungarvík þar sem K-listinn er kominn í hreinan meirihluta og á Ísafirði fellir Í-listinn sitjandi meirihluta. Framsókn sigurvegari á landsvísu Sigurvegari kosninganna á landsvísu er tvímælalaust Framsóknarflokkurinn, sem hefur átt undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Í Reykjavík og Mosfellsbæ fer flokkurinn frá því að vera ekki með mann í sveitarstjórn upp í fljóra fulltrúa og er í lykilstöðu þegar kemur að meirihlutamyndun. Í Borgarbyggð bætir flokkurinn við sig manni og nær hreinum fimm manna meirihluta, flokkurinn nær inn manni í Garðabæ og þá bætir Framsókn einnig við sig manni í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær. 15. maí 2022 08:47 Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15. maí 2022 08:41 Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn. 15. maí 2022 08:29 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn fögnuðu ákaft þegar fyrstu tölur úr Reykjavík voru kynntar. Þær voru lýsandi fyrir endanlegar niðurstöður kosninganna. Þessir 23 fulltrúar náðu kjöri í Reykjavík.Visir Samfylking stendur áfram sem næststærsti flokkur borgarinnar með fimm menn en tapar tveimur frá síðustu kosningum. Píratar bæta við sig manni og ná þremur inn. Viðreisn tapar manni og nær enum inn og Vinstri græn halda sínum eina manni í borgarstjórn. Þessir flokkar mynduðu tólf manna meirihluta á síðasta kjörtímabili en ná aðeins 10 mönnum samanlagt nú og meirihlutinn því kolfallinn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli sem stærsti flokkur borgarinnar en tapar tveimur mönnum eins og Samfylking. Framsókn vinnur stórsigur og fer úr engum borgarfulltrúa í fjóra - orðinn þriðji stærsti flokkur borgarinnar. Sósíalistar bæta við sig manni og Flokkur fólksins heldur sínum. Í Hafnarfirði var mikil spenna og þó meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks haldi velli vinnur Samfylking stórsigur, bætir við sig tveimur mönnum og er orðinn jafn stór og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum. Í Mosfellsbæ urðu stórtíðindi í gær þegar Farmsóknarflokkurinn, sem átti ekki fulltrúa í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili náði fjórum mönnum inn og fékk flest atkvæði. Í Grindavík fellur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en Miðflokkur er orðinn stærsti flokkur bæjarins með þrjá fulltrúa. Í Hveragerði tapar Sjálfstæðisflokkur hreinum meirihluta sínum og nær aðeins tveimur mönnum inn. O-listinn er þar orðinn stærstur með þrjá menn. Á Akureyri bætir Bæjarlistinn við sig fulltrúa - nær þremur inn og er stærstur í bæjarstjórn. Hann er í lykilstöðu til að mynda meirihluta í bænum. Fyrir vestan falla meirihlutar Sjálfstæðisflokks í Bolungarvík þar sem K-listinn er kominn í hreinan meirihluta og á Ísafirði fellir Í-listinn sitjandi meirihluta. Framsókn sigurvegari á landsvísu Sigurvegari kosninganna á landsvísu er tvímælalaust Framsóknarflokkurinn, sem hefur átt undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Í Reykjavík og Mosfellsbæ fer flokkurinn frá því að vera ekki með mann í sveitarstjórn upp í fljóra fulltrúa og er í lykilstöðu þegar kemur að meirihlutamyndun. Í Borgarbyggð bætir flokkurinn við sig manni og nær hreinum fimm manna meirihluta, flokkurinn nær inn manni í Garðabæ og þá bætir Framsókn einnig við sig manni í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær. 15. maí 2022 08:47 Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15. maí 2022 08:41 Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn. 15. maí 2022 08:29 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær. 15. maí 2022 08:47
Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15. maí 2022 08:41
Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn. 15. maí 2022 08:29