Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 15:11 Pascal Struijk reyndist hetja Leeds í dag. George Wood/Getty Images Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59