Leeds bjargaði mikilvægu stigi | Leicester fór illa með Watford Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 15:11 Pascal Struijk reyndist hetja Leeds í dag. George Wood/Getty Images Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag og nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka. Pascal Struijk reyndist hetja Leeds þegar hann bjargaði stigi í uppbótartíma gegn Brighton og Leicester vann 5-1 sigur gegn Watford. Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Leeds þurfti svo sannarlega á stigum að halda er liðið tók á móti Brighton. Fyrir leikinn sat liðið í fallsæti og tap í dag hefði þýtt að liðið væri svo gott sem fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Það var því eins og blaut tuska í andlitið þegar Danny Welbeck kom gestunum í Brighton yfir eftir um tuttugu mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Allt stefndi svo í að sú yrði niðurstaðan. Alveg þangað til að Pascal Struijk janfaði metin fyrir heimamenn í Leeds með marki þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og stigið lyfti Leeds upp úr fallsæti. Liðið er nú með 35 stig eftir 37 leiki, einu stigi meira en Burnley sem á leik til góða. 𝗙𝘂𝗹𝗹 𝗧𝗶𝗺𝗲: A stoppage time equaliser from Pascal Struijk seals a 1-1 draw with Brighton at Elland Road pic.twitter.com/Xcu00XhHLZ— Leeds United (@LUFC) May 15, 2022 Þá unnu refirnir í Leicester öruggan 1-5 útisigur gegn föllnu liuði Watford. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks, en James Maddison og Jamie Vardy sáu til þess að gestirnir fóru með 1-2 forystu inn í hálfleikinn. Harvey Barnes bætti þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Jamie Vardi breytti stöðunni í 1-4 þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Harvey Barnes var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og tryggði Leicester 1-5 sigur. Úrslit dagsins Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Tottenham 1-0 Burnley Aston Villa 1-1 Crystal Palace Leeds 1-1 Brighton Watford 1-5 Leicester West Ham 2-2 Manchester City Wolves 1-1 Norwich
Enski boltinn Tengdar fréttir West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59 Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
West Ham tók stig af City og hleypti lífi í titilbaráttuna Manchester City og West Ham skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 2-2, en Englandsmeistararnir klikkuðu á víti á lokamínútum leiksins. 15. maí 2022 14:59