Tafirnar skýrast af glænýrri reglugerð sem kjörstjórnin skilur ekkert í Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. maí 2022 22:00 Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Vísir/Óttar Margir pirruðu sig á mikilli seinkun sem varð á fyrstu tölum úr Reykjavík eftir kosningar í gær. Formaður yfirkjörstjórnar gagnrýnir nýjar og strangari reglur um talningu og sér ekki tilganginn með þeim. Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Tölur úr Reykjavík - eftir þeim bíða um 150 þúsund borgarbúar spenntir á fjögurra ára fresti. Kjörstaðir loka klukkan tíu og síðustu kosningar hafa fyrstu tölur borist nokkru skömmu eftir það. En kjörstjórnin hafði gefið það út í gær að tölurnar yrðu seinna á ferðinni í þetta skiptið. Þetta fór í taugarnar á mörgum eins og var komið inn á í kosningasjónvarpi okkar í gær. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld rifjuðum við upp biðina og ræddum við Evu B. Helgadóttur, formann yfirkjörstjórnar í Reykjavík, um tafirnar: Eyðublöð, undirskriftir, raðnúmer, teygjur og exelskjöl Tölurnar birtust loksins klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og þær skýrast af nýrri reglugerð sem sett var á fyrir tæpum mánuði gerir kröfur um gjörbreytt talningarferli. „Nú þarf að útbúa eyðublað með raðnúmeri á hvern bunka sem er talinn hæfilegur og báðir talningarmenn þurfa að kvitta á þetta eyðublað, afhenda svo þeim sem sér um exelskjalið sem að tekur bunkann og færir hann inn í exelskjalið,“ segir Eva. Öll þessi skref sem Eva lýsir hér eru ný og aldrei verið viðhöfð áður. „Þannig það í rauninni kemur hökt á allt flæðið sem hefur í raun og veru verið verklagið í marga áratugi,“ segir hún. Og þetta er Eva eiginlega alls ekki sátt með. Hver er tilgangur þessarar nýju reglugerðar sem var sett á mánuði fyrir kosningar? „Mér finnst þetta tilgangslaust og fólkið sem að er á gólfinu og hefur alla þessa miklu reynslu það skilur ekki tilganginn í þessu og finnst eiginlega enginn ávinningur í þessu.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira