Vill ekki að fólk oftúlki orð sín – stefnan sé sett á samflot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. maí 2022 17:53 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að ekki megi oftúlka orð hennar um að útiloka ekki neinn. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafi talað sig saman um að vera í samfloti í gegnum meirihlutaviðræður. „Við erum núna búin að senda mjög skýr skilaboð inn í daginn og inn í næstu skref og við stöndum við þau.“ Of mikið hafi verið gert úr svari hennar frá því í morgun þegar hún sagðist, aðspurð, ekki útiloka neinn flokk. Hún hafi meint það með almennum hætti því Viðreisn útiloki ekki neitt í pólitík. Þórdís Lóa segir að ekki megi lesa í þessi orð annað en það. „Við leiðumst inn í þetta og höfum tekið þá stefnu,“ segir Þórdís Lóa staðföst. Sér á eftir Líf og Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, greindi frá þeirri ákvörðun í gær að flokkurinn hygðist ekki sækjast eftir meirihlutaviðræðum. Þórdís segir að þetta hafi komið fráfarandi samstarfsflokkum svolítið á óvart. „Það er mikil eftirsjá, finnst mér. Vinstri grænir hafa verið öflugir liðsmenn í meirihlutanum undanfarið, passað vel upp á loftslagsmálin og verið okkar helstu sérfræðingar í því svo að ég sakna þeirra svolítið úr menginu en þau eru náttúrulega ekkert farin úr borgarstjórn þannig að það eru verkefni sem við vinnum alveg þvert á flokka en þetta er náttúrulega alltaf svolítið útilokandi þáttur þegar stjórnmálaafl útilokar sig. Miklu meira en sáttmáli um samgöngur Þórdís Lóa segir að það sé brýnt að sigla stórum skipulagsmálum í höfn. Það hafi líka áhrif á ákvörðun um meirihlutamyndun. „Meira en 60% kjósenda settu atkvæði sitt til flokka sem voru mjög skýrir um að halda samgöngusáttmálanum og borgarlínu gangandi. Þetta eru ansi skýr skilaboð. Fólk verður að vita það að samgöngusáttmálinn er svo miklu meira en sáttmáli um samgöngur. Hann er sáttmáli um loftslag og hann er sáttmáli um húsnæðisuppbyggingu. Það er ekki síst þess vegna sem við gömlu félagarnir í Pírötum og Samfylkingu ákveðum að leiðast inn í þessar meirihlutaviðræður sem mögulega eru framundan. Þetta er nefnilega risamál og eitthvað sem skiptir máli að komi ekki hik á.“ Þórdís Lóa vill koma á framfæri hamingjuóskum til Framsóknarflokksins sem hlaut gott gengi í nýafstöðnum kosningum. Hún segist lesa góða kosningu Framsóknarflokksins sem ákall kjósenda um aukna samvinnu. „Ég les það þannig að þeirra góðu skilaboð um aukna samvinnu hafi bara verið breytingin sem fólk vildi sjá. Í byrjun kjörtímabilsins var mikil ólga og pólarísering. Sú ímynd og sú orka hélst svolítið inn í kjörtímabilið og við vorum lengi að ná samtóni. Borgarbúar fengu veður af þessu stöðugt í gegnum fjölmiðla og að ímyndin varð sú að það væri hver höndin upp á móti annarri sem það var sannarlega ekki. Ég skil vel að það var það sem fólki sýndist og þá koma skilaboð um góða samvinnu og að vinna til hægri og vinstri vel inn og á því vinnur Framsókn.“ Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16. maí 2022 11:54 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Við erum núna búin að senda mjög skýr skilaboð inn í daginn og inn í næstu skref og við stöndum við þau.“ Of mikið hafi verið gert úr svari hennar frá því í morgun þegar hún sagðist, aðspurð, ekki útiloka neinn flokk. Hún hafi meint það með almennum hætti því Viðreisn útiloki ekki neitt í pólitík. Þórdís Lóa segir að ekki megi lesa í þessi orð annað en það. „Við leiðumst inn í þetta og höfum tekið þá stefnu,“ segir Þórdís Lóa staðföst. Sér á eftir Líf og Vinstri grænum Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, greindi frá þeirri ákvörðun í gær að flokkurinn hygðist ekki sækjast eftir meirihlutaviðræðum. Þórdís segir að þetta hafi komið fráfarandi samstarfsflokkum svolítið á óvart. „Það er mikil eftirsjá, finnst mér. Vinstri grænir hafa verið öflugir liðsmenn í meirihlutanum undanfarið, passað vel upp á loftslagsmálin og verið okkar helstu sérfræðingar í því svo að ég sakna þeirra svolítið úr menginu en þau eru náttúrulega ekkert farin úr borgarstjórn þannig að það eru verkefni sem við vinnum alveg þvert á flokka en þetta er náttúrulega alltaf svolítið útilokandi þáttur þegar stjórnmálaafl útilokar sig. Miklu meira en sáttmáli um samgöngur Þórdís Lóa segir að það sé brýnt að sigla stórum skipulagsmálum í höfn. Það hafi líka áhrif á ákvörðun um meirihlutamyndun. „Meira en 60% kjósenda settu atkvæði sitt til flokka sem voru mjög skýrir um að halda samgöngusáttmálanum og borgarlínu gangandi. Þetta eru ansi skýr skilaboð. Fólk verður að vita það að samgöngusáttmálinn er svo miklu meira en sáttmáli um samgöngur. Hann er sáttmáli um loftslag og hann er sáttmáli um húsnæðisuppbyggingu. Það er ekki síst þess vegna sem við gömlu félagarnir í Pírötum og Samfylkingu ákveðum að leiðast inn í þessar meirihlutaviðræður sem mögulega eru framundan. Þetta er nefnilega risamál og eitthvað sem skiptir máli að komi ekki hik á.“ Þórdís Lóa vill koma á framfæri hamingjuóskum til Framsóknarflokksins sem hlaut gott gengi í nýafstöðnum kosningum. Hún segist lesa góða kosningu Framsóknarflokksins sem ákall kjósenda um aukna samvinnu. „Ég les það þannig að þeirra góðu skilaboð um aukna samvinnu hafi bara verið breytingin sem fólk vildi sjá. Í byrjun kjörtímabilsins var mikil ólga og pólarísering. Sú ímynd og sú orka hélst svolítið inn í kjörtímabilið og við vorum lengi að ná samtóni. Borgarbúar fengu veður af þessu stöðugt í gegnum fjölmiðla og að ímyndin varð sú að það væri hver höndin upp á móti annarri sem það var sannarlega ekki. Ég skil vel að það var það sem fólki sýndist og þá koma skilaboð um góða samvinnu og að vinna til hægri og vinstri vel inn og á því vinnur Framsókn.“
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16. maí 2022 11:54 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16. maí 2022 11:54
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27
„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35