Jón Sveinsson: Góður sigur á erfiðum velli Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2022 21:35 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var kátur eftir sigur VÍSIR/SKJÁSKOT Fram vann Leikni 2-1 í Reykjavíkurslag. Þetta var fyrsti sigur Fram á tímabilinu og var Jón Sveinsson, þjálfari Fram, afar kátur eftir leik. „Það var frábært að taka þrjú stig á erfiðum velli gegn verðugum andstæðingi sem lét okkur hafa fyrir hlutunum,“ sagði Jón Sveinsson eftir leik. Jón var afar ánægður með liðið og fannst honum barátta og vinnsla einkenna góðan leik hjá Fram. „Mér fannst barátta og vinnsla standa upp úr. Aðstæður voru erfiðar þar sem völlurinn var harður og ójafn sem varð til þess að boltinn skoppaði mikið.“ „Það var erfitt að spila eins og við viljum gera en í báðum mörkunum tókst okkur að ná góðu spili sem skilaði sér.“ Fram var marki yfir í hálfleik en heimamenn fengu færi til að jafna leikinn en fóru illa með þau og Jón vildi skerpa á vörninni í hálfleik. „Við vildum vera nær mönnunum og loka betur á þá. Mér fannst þeir koma boltanum fullmikið á miðjuna sem ég vildi breyta og það gekk ágætlega í seinni hálfleik.“ Guðmundur Magnússon byrjaði á bekknum en kom inn á og skoraði sigurmarkið og var Jón afar ánægður með hans innkomu. „Ég vona að Guðmundur hafi verið ósáttur með að hafa byrjað á bekknum en við erum með stóran hóp og álagið er mikið. Mér fannst margir vera orðnir þreyttir enda erfitt að hlaupa á þessum velli,“ sagði Jón og bætti við að hann óskaði eftir því að varamennirnir myndu nýta mínúturnar vel. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Það var frábært að taka þrjú stig á erfiðum velli gegn verðugum andstæðingi sem lét okkur hafa fyrir hlutunum,“ sagði Jón Sveinsson eftir leik. Jón var afar ánægður með liðið og fannst honum barátta og vinnsla einkenna góðan leik hjá Fram. „Mér fannst barátta og vinnsla standa upp úr. Aðstæður voru erfiðar þar sem völlurinn var harður og ójafn sem varð til þess að boltinn skoppaði mikið.“ „Það var erfitt að spila eins og við viljum gera en í báðum mörkunum tókst okkur að ná góðu spili sem skilaði sér.“ Fram var marki yfir í hálfleik en heimamenn fengu færi til að jafna leikinn en fóru illa með þau og Jón vildi skerpa á vörninni í hálfleik. „Við vildum vera nær mönnunum og loka betur á þá. Mér fannst þeir koma boltanum fullmikið á miðjuna sem ég vildi breyta og það gekk ágætlega í seinni hálfleik.“ Guðmundur Magnússon byrjaði á bekknum en kom inn á og skoraði sigurmarkið og var Jón afar ánægður með hans innkomu. „Ég vona að Guðmundur hafi verið ósáttur með að hafa byrjað á bekknum en við erum með stóran hóp og álagið er mikið. Mér fannst margir vera orðnir þreyttir enda erfitt að hlaupa á þessum velli,“ sagði Jón og bætti við að hann óskaði eftir því að varamennirnir myndu nýta mínúturnar vel. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fram Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira